Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 10
ALMENNINGSIÞROTTIR Ræða heimsmálin á hlaupum Það er ólýsanlegt hvað líkamleg áreynsla er góð fyrir líkama og sál og það skilja þeir einir sem reynt hafa. Til þess að fara út að skokka þarf ekkert nema góða skó og galla. Fólk velur tímann sjálft og notar svo sturtuna heima hjá sér. Það var Hermann Níelsson íþróttakennari á Egils- stöðum sem fyrir nokkrum árum kallaði saman lið og varð það til þess að vekja áhuga fyrstu skokkaranna á Egilsstöðum. Þeir Helgi Halldórsson, skólastjóri, og Hjálmar Jóelsson, apótekari eru báðir forfallnir skokkarar. Þeir hittast aldrei nema til þess að hlaupa og ræða þá heimsmálin af miklum móð og fullyrða að á hlaupunum hafi aldrei komið upp ágreiningur. Þeir segja muninn á milli þess að skokka og hlaupa vera þann að þegar þeir eru hættir að geta talað saman þá eru þeir farnir að hlaupa. Þeir segja það hafa töluverða þýðingu að geta talað saman því það séu margvísleg mál sem koma upp á yfirborðið sem gott er að geta talað um. Helgi segist lengi hafa verið í hóp- íþróttum og spilaði síðastliðinn vetur í körfuboltaliði og hefur lengi haldið sér við. „Ég hef meira og minna verið í skokki og oft á vorin hef ég farið af stað þegar inniíþróttirnar hafa legið niðri. Ég hljóp hálft maraþon í fyrra í Reykja- víkurmaraþoni og það er alveg klárt að ég ætla að fara í Reykjavíkurmaraþon í haust. En því miður verð ég ekki heima þegar næsta maraþon fer fram á Egils- stöðum svo að ég get ekki tekið þátt í því. Þá verð ég nýkominn frá Frakklandi og staddur í Reykjavík og mun senni- lega hlaupa þar á sama tíma“, segir Helgi. Hjálmar er fæddur og uppalinn á Siglufirði og keppti að sjálfsögðu á gönguskíðum og í knattspyrnu. Hann hefur undanfarið séð um að merkja og mæla brautina í Egilsstaðamaraþoni og verið nokkurskonar brautarstjóri. „Það var það mikið að gera í fyrra í 30 stiga hitanum og auk þess tognaði ég í fæti daginn áður, þannig að ég lét mér nægja að hjóla á undan keppendunum í fyrra, en áður hljóp ég 10 km í tvö skipti. Ég hætti að keppa í skíðagöngu 1961 og eins var með knattspyrnuna, síðan byrjaði ég aftur og þá í skokkinu og hef alltaf skokkað einn þangað til núna þegar við Helgi byrjuðum að hlaupa saman. Ég hef alltaf haft þörf fyrir að hreyfa mig og vera mikið úti og mér líður alltaf vel þegar ég er búinn að hreyfa mig. Ég hef líka stundað sund, fjallgöngur og verið svolítið á skíðum. Nú síðustu ár hef ég hlaupið nokkuð reglulega, en þó ekki alltaf og hef ekki tekið þátt í keppni fyrr en hún fór að vera hér á staðnum. Það hefur oft komið fyrir hjá mér að ég hef misst niður eitt til tvö skipti og þá finnst mér að það geti haft þær afleið- ingar að ég hætti að hlaupa í tvo til þrjá mánuði, en það er gott að hafa þessa reglu að hittast á ákveðnum tíma á ákveðnum stað þrjá daga í viku“, segir Hjálmar. Sumir feimnir Iþróttalíf d Egilsstöðum er mikið, en eru nógu margir úti að skokka? „Við verðunt varir við marga sem eru á gangi eða aðeins að skokka, þó virðist eins og sumir séu hálf feimnir við að vera á almannafæri. Sumir fara að- eins út fyrir bæinn eða þá þeir fara á þeim tímum þegar færri eru á ferli“, segir Hjálmar. Hvernig er hœgt að breyta þessari feimni og spéhrœðslu? „Þetta hefur breyst mikið á und- anförnum árum og fyrir svona 10-12 árum þegar ég byrjaði að hlaupa hér, og iðulega einn, þá fannst mér fólk líta á mig sem einhvers konar viðundur þó það hefði ekki orð á því. Það var hissa á svona fullorðnum manni að vera að þessum hlaupum. Núna finnst mér fólk líta á mig í viðurkenningarskyni", segir Hjálmar. „Þegar fólk keyrir fram hjá okkur þá brosa ellaust sumir, en margir sem hitta okkur segjast öfunda okkur af því að geta hlaupið um bæinn. Við höfum reynt að ýta við fólki og segjum að það sé ekki annað en að byrja á því að labba einn hring og bæta svo stöðugt við og vera ekki feiminn við það“, segir Helgi. „Fólk fer núorðið mikið meira út og við höfum gjarnan bent á ágætt dæmi um mann sent byrjaði hægt, en fór af stað. Það var læknir hér á Egilsstöðum sem aldrei hreyfði sig neitt. Þegar hann 10 Skinfaxi i

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.