Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 16
Jón Sævar sigraði í kúluvarpi á páskamóti UMSE.
Fyrir mót og á mótum reyni ég að halda
utan um liðið.
Hér ríkir góður andi. Auðvitað hefði ég
ekkert á móti því að áhuginn væri
almennari og miklu fleiri hefðu helst engin
önnur áhugamál en frjálsar íþróttir. Það er
bara ekki þannig, fólk hefur áhuga á svo
mörgu.“
- Er eitthvað hœgt að gera til að efla
áhugann?
„Verkefninu FRÍ 2000 er ætlað að auka
áhugann á meðal ungs fólks. Það er meðal
annars fólgið í því að skapa verkefni fyrir
efnilega unglinga sem geta komið saman
og hitt þátttakendur í sömu greinaflokkum
í jafningjahópi tvisvar til þrisvar á ári.
Síðan verður reynt að fínna þeim verkefni
við hæfi erlendis sem er mjög jákvætt.
Ef við skoðum þetta aðeins betur, - þá
hlýtur aðstaðan sem boðið er upp á, á
hverjum stað, að hafa mjög mikið að segja.
Við þurfum að æfa innanhúss átta mánuði
á ári að minnsta kosti og frjálsar íþróttir
sitja ekki við sama borð og ýmsar aðrar
íþróttagreinar. Öll íþróttahús eru sniðin að
þörfum boltaíþróttanna. Af þessum sökum
er ég ánægður með, að þó þessi fjöldi
unglinga hafi áhuga á að helga frjálsum
íþróttum krafta sína.
A það má benda að fleiri stúlkur æfa
frjálsar heldur en piltar. Ástæðan er líklega
sú að stúlkunum er verr sinnt í boltagrein-
unum.
Brýnt er að finna frjálsum íþróttum
betri aðstöðu, - sérstaklega yfir vetrarmán-
uðina. Þetta er sameiginlegt vandamál allra
þeirra sem stunda þær - hvort sem er á
íJR & SKART
Bankastræti 6. Sími 18600
höfuðborgarsvæðinu eða í dreifbýlinu.
Baldurshagi er ágætur svo langt sem hann
nær, - miðað við það sem við höfum hér.
En að halda íslandsmeistaramót þarna
niðri er í raun ekki fólki bjóðandi.“
Reykjavíkurmeistarar
í fyrsta sinn
Þær gerðu það gott, stúlkurnar í 3.
flokki hjá Umf. Fjölni, þegar þær urðu
Reykjavíkurmeistarar á dögunum. Þetta
er nefnilega í fyrsta sinn, sem Umf.
Fjölnir vinnur opinbert mót í knatt-
spyrnu, þannig að segja má að um
tímamót hafi verið að ræða. Er þess nú
beðið með talsverðri eftirvæntingu
hvernig stúlkunum niuni vegna á
íslandsmótinu, því þær þykja svo sann-
arlega til alls vísar.
A og B-lið í 3. flokki hjá Umf Fjölni urðu Reykjavíkurmeistarar á dögunum.
16
Skinfaxi