Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 32
Skógarganga ÚIA erfastur liður í starfinu. annast veitingasölu. Þetta er algjör nýjung og enginn veit hvernig þetta mun takast. Framtakið er mjög athyglisvert.” Fáir tilbúnir til starfa Þegar Jóhannes er spurður að því hvort hann sé ánægður með þann farveg sem ungmennafélags- og iþróttahreyfingin sé í um þessar mundir, segir hann að sér finnist við mega líta um öxl. Hann kveðst hafa verið að blaða í gegnum sögu hreyfing- arinnar af ákveðnu tilefni. „I gamla daga var bæði verið að hugsa um að þjálfa líkama og sál. Til þess að það mætti verða gerðu menn sér grein fyrir því að þá þyrftu þeir að gera sitt nánasta umhverfi byggilegra og meira aðlaðandi. Það vildu þeir gera með ýmsu móti en ekki síst á þann hátt að halda uppi umræðu um slíka hluti sem gætu komið sveitar- félögunum til góða. Margt af þessu var framkvæmt. Þetta finnst mér hafa gleymst. Við erum alltof upptekin af því að fara fram á að aðrir útvegi okkur peninga vegna þess að okkur finnst það sem við erum að gera svo gott. Til þess að afla starfi okkar fjár þá þurfum við að leggja sjálf eitthvað af mörkum og hafa jákvæð áhrif á samfélag okkar um leið. Þetta getum við gert á ýmsan hátt. Ég veit að mörg félög hafa Iagað til í kringum bæi, gróðursett og þar fram eftir götunum, - og hlotið þóknun fyrir framlag sitt um leið og þau hafa stuðlað að bættu umhverfi. Þetta eru hlutir sem hafa varanlegt gildi og eiga eftir að sjást um ókomna framtíð. Ungmenna- félögin geta einnig látið meira til sín taka í félags- og líknarmálum. Það stendur hins vegar félagsstarfi fyrir þrifum nú um stundir hversu fáir eru reiðubúnir að taka að sér forystustörf. Þegar kemur að því að á að fara að kjósa í stjórn einhvers félags, reynir fólk að koma sér undan því, - þess vegna mæta ekki nema fáir, - og oftast sami fámenni kjarninn, á aðalfundi til dæmis. Ég held því fram að í hreyfingu okkar sé til fullt af fólki sem er tilbúið til að láta meira til sín taka en treystir sér ekki til þess einhverra hluta vegna. Þessum þætti höfum við ekki sinnt nægilega vel. Enda er það staðreynd að það er alveg sama hvar við berum niður í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni, alls staðar virðast vera vandræði að fá fólk til að takast á við störf í stjórnum, nefndum og ráðum.” Ársþing UMSE: Afreksmannasjóður efldur Á 72. ársþingi UMSE sem haldið var í febrúar síðastliðnum var meðal annars ákveðið að efla afreksmannasjóðinn verulega. Sem kunnugt er rennur hluti lottótekna í sjóðinn. Ákveðið var að auka hlutfallið sem í hann fer og skerða sem því nemur fjárhæðina til sambandsins sjálfs og félaganna. Á þinginu var talsvert fjallað um unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík, og hugleitt hvað menn gætu lært af reynslunni. Þá var rætt um meistaramótið í frjálsum íþróttum sem haldið verður á Dalvík í júlf næstkomandi. UMSE hefur fram til þessa haldið sín mót á vellinum í Árskógi, en á því verður nú breyling í kjölfar hinnar miklu uppbyggingarstarfsemi sem fór fram á Dalvík fyrir unglingalandsmótið. UMSE hefur nú gert samning við Umf. Dalvíkur um afnot af vellinum til næstu tíu ára. Á þinginu var kjörinn nýr formaður, Örn Þórisson, sem tók við af Þuríði S. Árnadóttur. Aðrir f stjórn eru Jóhanna Gunnlaugsdóttir, varaformaður, Sigur- gísli Sveinbjörnsson gjaldkeri og Alda Stefánsdóttir, ritari. Meðstjórnandi er Sigurður Sveinn Antonsson. Á þinginu veitti Sæmundur Runólfs- son framkvæmdastjóri UMFI Bimi Frið- þjófssyni formanni Umf. Svarfdæla starfsmerki UMFÍ. Félagsmálabikarinn hlaut að þessu sinni Umf. Svarfdæla. Það hlaut einnig Sjóvábikarinn, sem veittur er því félagi sem hlýtur flest stig á mótum innan héraðs. Styrki út menningarsjóði hlutu Umf. Reynir fyrir Rokkhátíð, Umf. Árroðinn fyrir Revíu og Umf. Skriðu- hrepps fyrir uppsetningu á Bör Börssyni. Ákveðið var að veita UMFÍ 50.000 króna styrk vegna nýrrar þjónustumiðstöðvar. 32 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.