Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Síða 19

Skinfaxi - 01.05.1993, Síða 19
Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra: Veit hve mikilvægt landsmót UMFÍ er „Ég styð þetta verkefni vegna þess, að í fyrsta lagi veit ég hve mikilvægt landsmót UMFÍ er. Það er mikilvæg- ur þáttur í starfi ungmennaféiag- anna og er til eflingar íþróttalífinu í landinu. “ sagði Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra vegna fyrir- hugaðs landsmóts UMFI á Laugar- vatni 1994. „Þetta er mikið fyrirtæki, sem þarna er ráðist í af miklum dugnaði. Framtak af þessu tagi er til mikillar fyrirmyndar. Við hér í ráðuneytinu viljum leggja okkur fram um að lagfæra á staðnum það sem þarf, til að mótshaldið geti orðið sem myndarleg- ast. í öðru lagi veiti ég málinu stuðning minn vegna þess, að mér er það áhugamál, að gengið verði í það af alvöru, að ljúka uppbyggingu á Laugarvatni. Þar er Iþrótta- miðstöðin mikilvægur þáttur og því þarf þarna fullkominn íþróttavöll. Sundlaugin er komin, svo og glæsilegt íþróttahús. Við erum að ganga frá áætlun um allan staðinn og lagfæringu þeirra rniklu bygginga sem þarna eru, en þær eru margar hverjar orðn- ar þreytulegar. Þetta er semsagt liður í þessari uppbyggingu, sem ég stefni að, að lokið verði við á fjórum árum eða svo.“ Ákveðið hlutverk - Nú hafa þœr rnddir heyrst, að stokka beri upp á Laugarvatni og flytja t.d. íþróttakennaraskólann til Reykjavíkur. Hver er þín skoðun á því? „Ég held að það sé ekki raunhæft. Það þarf að ætla Laugarvatni ákveðið hlutverk. Menn hafa, sumir hverjir, efasemdir um að menntaskólinn muni lifa þar. Ég held að hann muni gera það og ég tel mikilvægt að halda Laugarvatni sem myndarlegu skóla- setri í framtíðinni. Til þess að svo verði, þarf að gera staðnum eitthvað til góða.“ - Eg veit að margajysir að vita hvort þú hafir einhvern tíma starfað innan ung- mennafélagshreyfingarinnar? „Það hef ég ekki gert. En meðan ég var sveitarstjóri í Garðahreppi, sern ég varð 1960, var Umf. Stjarnan stofnað. Ég studdi það eins og ég framast gat, allan þann tíma sem ég hafði afskipti af sveitastjórnarmál- um, sem var í 18 ár. Að því leyti hef ég stutt við bakið á hreyfingunni eins og ég hef getað. Mér finnst starf hreyfingarinnar vera til mikillar fyrirmyndar. Ég veit að þarna er unnið af miklum myndarskap og ósérhlífni á sviði íþrótta, landverndar, stuðnings við íslenska framleiðslu og margt fleira. Mér þykir vænt um að svona hugsunarháttur skuli ennþá vera til. Ég á þær óskir, ungmennafélagshreyf- ingunni til handa, að hún vaxi og dafni hér eftir, sem hingað til.“ Ársþing UDN: Ýmsar breytingar á lögum Ársþing Ungmennasambands Dala- manna og N-Breiðfirðinga var haldið 13. mars sl. í Búðardal. Á þinginu var mikið rætt um lög sambandsins, sem höfðu verið í endurskoðun. Ymsar breytingar voru samþykktar, þar á meðal kjör stjórnar til tveggja ára í senn. Þá voru samþykktar minni breytingar á reglu- gerðum urn mótahald. Gísli Gunnlaugsson í Búðardal hlaut framfara- og félagsmálabikarinn. Gísli er formaður tafl- og bridgedeildarinnar og hefur verið mjög ötull í því starfi. Þá var íþróltamaður ársins 1992 valinn, Finnbogi Harðarson, frjálsíþróttamaður. Formaður UDN var kjörinn Ingimar Sigurðsson, sem tekur við af Ingibjörgu Jóhannsdóttur. Ritari er Kristján Jó- hannsson, gjaldkeri Sigrún Halldórsdóttir og varaformaður er Þorgrímur Guð- bjartsson. Meðstjórnandi er Eyjólfur Sturlaugsson. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.