Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 20
Laugarvatn: Hefur upp á allt að bjóða Rætt við Kjartan Lárusson framkvæmdastjóra landsmóts UMFÍ á Laugarvatni 1994 Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Nú er ár þangað til landsmót UMFÍ verður haldið að Laugarvatni. Mótið sem þar var haldið árið 1965 er þeim sem þar voru enn í fersku minni, þrátt fyrir að tæpir þrír áratugir séu liðnir síðan. Bæði var mótið afar fjölmennt og ákaflega skemmtilegt fyrir margra hluta sakir auk þess sem veðurblíðan var með ólíkindum mótsdagana. Framkvæmdastjóri landsmótsins 1994 hefur þegar verið ráðinn, - Kjartan Lárusson, sem er að góðu kunnur fyrir þátttöku sína í ýmsum íþróttagreinum, svo sem glímu, og mjög góðan árangur sem þjálfari í henni hjá HSK. Kjartan er Laugvetningur og þekkir því aðstæður mjög vel, - sem kemur sér vel þegar í mörg horn þarf að líta. Tíðindamaður Skinfaxa brá sér austur að Laugarvatni til þess að fá upplýsingar um mótsstaðinn, fyrirhugaðar fram- kvæmdir og undirbúning en nú standa fyrir dyrum umfangsmiklar endurbætur á aðalleikvanginum. Völlurinn endurbættur Kjartan verður þetta árið í hlutastarfi. Hann fylgist náið með framkvæmdum á staðnum og annast annan nauðsynlegan undirbúning. 1 sumar fylgist hann með forkeppninni í knattspyrnu en í henni munu taka þátt yfir 20 lið karla og 14 lið í kvennaflokki. I karlaflokki munu 8 lið fá heimild til þátttöku á landsmótinu og 6 í kvennaflokki. Forkeppnin fer fram í samráði við félögin og sérgreinastjóra sem skipaðir hafa verið. Kjartan mun á næstunni verja drjúgum tíma í að kanna fjáröflunarleiðir lands- mótsins og hrinda fjáröflun af stað í samráði við landsmótsnefnd. Þegar nær dregur mun starfið aukast og verður líkast til 24 tímar á sólarhring áður en yfir lýkur. - Hann var fyrst spurður hvað fram- kvœmdum við íþróttavöllinn liði. „Völlurinn verður endurbættur og verður þá orðinn í hópi þeirra bestu og fullkomnustu hér á landi. I sumar verður skipt um jarðveg í honum að hluta til og tyrft yfir. Það eina sem verður eftir í haust er að malbika hlaupabrautirnar og setja gerviefnið yfir en það verður gert næsta vor. Aætlaður kostnaður er um 50 milljónir. Þá verður aðstaðan hér á Laugarvatni orðin fullkomin og ekkert til fyrirstöðu að halda hér frábært landsmót. Þá verður jafnframt búið að gera staðinn þannig úr garði að Iþróttamiðstöðin getur tekið við öllum landsliðum í æfingabúðir í hvaða grein sem er. Það er einn kosturinn við Laug- arvatn að hér næst sá andi í liðunum sem hingað til hefur oft verið reynt að ná með því að fara með þau í æfingabúðir erlendis.“ Allt innan seilingar - En upp á hvað hefur Laugarvatn að bjóða sem landsmótsstaður? „Allt. Hér erurn við með nýtt og fullkomið íþróttahús sem meðal annars er unnt að skipta í þrjá sali með þremur löglegum körfuboltavöllum auk þess sem það rúmar um 500 áhorfendur. Að auki höfum við gamla íþróttahúsið til umráða. Sundlaugin er líka ný, fullbúin keppnislaug með sex brautum. Hér höfum við jafnframt einn besta malarvöll landsins þar sem knattspyrna karla mun fara fram. Líkast til munum við fara með hluta knatt- spyrnunnar yfir að Utey, þar sem leikið verður á grasi. Loks bjóðum við upp á malbikaðan handboltavöll. Keppni í brids og skák mun fara fram í kennslustofum héraðsskólans eða barnaskólans. Við munum jafnframt bjóða upp á gistiaðstöðu innanhúss fyrir um 1000 manns, eða um þriðjung keppenda og fararstjóra, í skóla- stofum og heimavistum. Tjaldbúðir fyrir fjölskyldur og kepp- endur verða rétt sunnan við aðalleik- vanginn. Almennar tjaldbúðir, fyrir þá sem ekki taka þátt í mótinu sjálfu en koma hingað sér til dægradvalar og vilja skemmta sér jafnframt á kvöldin, eru innan við þorpið. Við gerum ráð fyrir að gestir og þátttakendur á landsmótinu verði á bilinu 15-20.000 en hér voru um 25.000 manns á mótinu 1965. Við þurfum að fjölga bílastæðum umtalsvert og munum leggja tún í þorpinu og næsta nágrenni undir þau. Stærsti kosturinn við Laugarvatn er að 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.