Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 26
félögum og þeim sem ekkert æfa. Þannig æfir 24,2% pilta fjórum sinnum í viku eða oftar en 16,9% stúlkna, sem er 7,3 pró- sentustiga munur. Heldur meiri munur er á þátttöku pilta og stúlkna í 10. bekk í íþróttum með íþróttafélögum en í 8. bekk, eins og sjá má á ntynd 5. Þannig stunda 55,3% pilta í 10. bekk einhverjar íþróttir með íþrótta- félögum og 42,3% pilta æfa tvisvar í viku eða oftar. Til samanburðar æfa 35,7% stúlkna í 10. bekk eitthvað með íþrótta- félögum og 25,8% stúlkna æfa tvisvar í viku eða oftar. Þessi munur á þátttöku pilta og stúlkna í íþróttum með fþróttafélögum, einkum í 10. bekk, þarfnast nánari útskýringar. Það kemur í Ijós að algengara er að stúlkur hætti þátttöku í íþróttum heldur en piltar. Þá kann að vera að hluti skýringarinnar felist í vaxandi þátttöku stúlkna í íþróttum og þess vegna gæti hennar fyrr í 8. bekk en í 10. bekk. Hér væri æskilegt að bera saman þátttöku pilta og stúlkna í hinum ýmsu íþróttagreinum til þess að kanna hvort þessi munur liggur í tilteknum greinum. Lokaorð Þær niðurstöður sem hér hafa verið raktar sýna svo að ekki verður um villst hve mikil íþróttaþátttaka íslenskra ungl- inga er. Því er ljóst að miklu máli skiptir að vel takist til um skipulag þessa starfs. Rannsóknir benda til að íþróttir séu veigamikill þáttur í nútímaheilsugæslu og þær bæti bæði andlega og líkamlega líðan unglinga og dragi úr neyslu ávana- og fíkniefna (Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson, 1992; Þórólfur Þórlindsson, 1989; Þórólfur Þórlindsson, Rúnar Vil- hjálmsson og Gunnar Valgeirsson, 1990). Alltaf má þó gera betur og ekki er minnsti vafi á því að íþróttastarfið gæti skilað meiri árangri en nú er (sjá t.d. Þórólfur Þórlindsson, 1987). Mikilvægt er að efla starfið og bæta aðstöðuna þannig að íþróttastarfið höfði til fleiri barna og unglinga. I því sambandi er mikilvægt að reyna að draga úr því brottfalli sem á sér stað á aldrinum 13 til 16 ára eins og fram hefur komið í niðurstöðunum hér að framan. Einkum er brýnt að huga að því hvers vegna svo margar stúlkur hætta í íþróttum á þessu aldursskeiði sem raun ber vitni. Þá er brýnt að bæta menntun þjálfara og leiðbeinenda og hefja hugsjónir um drengskap og heiðarleik, heilbrigði og hreysti, sem lengst af hafa einkennt íþróttastarfið, til vegs og virðingar. Heimildir Guðmundur Finnbogason (1933). íslendingar: Drög að þjóðarlýsingu. Reykjavík: Bókadeild Menningarsjóðs. Rúnar Vilhjálmsson og Þórólfur Þórlindsson (1992). The integrative and physiological effects of sport participation: A study of adolescents. The Sociological Quarterly, 33, bls. 637-647. Þórólfur Þórlindsson (1987). Hefur þátttaka í íþróttum fyrirbyggjandi áhrif á neyslu ávana- og fíkniefna? Skinfaxi, 78, bls. 25- 28. Þórólfur Þórlindsson (1989). Sport partici- pation, smoking, and drug and alcohol use among Icelandic youth. Sociology of Sport Journal, 6, bls. 136-143. Þórólfur Þórlindsson, Rúnar Vilhjálmsson og Gunnar Valgeirsson (1990). Sport parti- cipation and perceived health status. Social Science and Medicine, 31, bls. 551-556. Göngudagur fjölskyldunnar-Hjartagangan: Utivist og vellíðan Þátttaka í Göngudegi fjölskyldunnar er í senn hin besta skemmtun og holl útivist. Göngudagur fjölskyldunnar er að þessu sinni laugardaginn 26. júní. Náið samstarf er haft við Landssamband hjartasjúklinga, Bandalag íslenskra skáta, BÍS, og Félag hjartasjúklinga, eins og á síðastliðnu ári. Það er aldrei of oft brýnt fyrir fólki að njóta útivistar meir en gert er. UMFÍ hefur nú rekið áróður fyrir göngudegi fjölskyldunnar í 14 ár. Er sannarlega ánægjulegt, að svo mörg félög og samtök, sem raun ber vitni, skuli hafa vaknað til vitundar um þessa skemmtilegu og gagnlegu tilbreytni og séu nú tilbúin til leggja þessu mikilvæga málefni lið. I Reykjavík verður gangan í Elliðaárdalnum og hefst klukkan 14.00 frá Mjóddinni. Mun borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Örn Antonsson, setja gönguna. Eru félagar í borginni og nágrenni hennar hvattir lil að fjölmenna og gera gönguna þannig sem myndarlegasta. Þá eru félagar úti á landi hvattir til að leita sam: ' ' og samtök hjartasjúklinga í sínu bygj )g foreldrafélög, kóra, kvenfélög, hjón aiYlt4LV<_y~ _ ^ a hópa, sem eru tilbúnir til að vera með. Mikilvægt er að velja gönguleiðir og fararstjóra, sem þekkja vel til staðhátta, örnefna og merkisstaða. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.