Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 10
Iþróttamaður UMSE 1992: Áhuginn ekkert að minnka -segir Snjólaug Vilhelmsdóttir „Ég byrjaði 13 ára að stunda frjálsar íjpróttir og hef gert það síðan. Áhuginn er ekkert að minnka, alla vega ekki enn sem komið er, “ sagði Snjólaug Vilhelmsdóttir, frjáls- íþróttakona og íþróttamaður UMSE 1992, þegar Skinfaxi leit inn til hennar á Dalvík ekki alls fyrir löngu. Snjólaug hefur einkum æft 100 og 200 m hlaup og langstökk. Hún hefur náð góðum árangri á mótum og oftar en ekki hafnað í verðlaunasæti. í vetur tók hún m.a. þátt í Islandsmeistaramótinu innan húss. Þar keppti hún í 50 m hlaupi, 50 m grindahlaupi og langstökki. I það skiptið sigraði hún í síðasttöldu greininni. Á mótinu fyrir 22ja ára og yngri varð hún svo 2. í langstökki, 2. í grindahlaupinu og vann 50 m hlaupið. Á páskamóti UMSE sigraði hún í kúluvarpi, langstökki án atrennu og þrístökki án atrennu. Af þessu sýnishomi má sjá, að hún lætur ekki sitt eftir liggja, stúlkan sú, þegar íþróttirnar eru annars vegar. Stúdent í ár Snjólaug stundaði í vetur nám í 4. bekk Menntaskólans á Akureyri, sem þýðir að hún setur upp hvíta kollinn nú í júní. Skinfaxi óskar henni að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. Hún sagðist ekki vera búin að ákveða hvað hún gerði næsta vetur. Til dæmis kæmi vel til greina að fara til útlanda sem au pair. „Eg hef ekki enn ákveðið hvaða mótum ég muni taka þátt í, í sumar. Það er Islandsmeistaramót, bikarmót og fleira sem ég mun líklega keppa í. Þá getur verið að ég taki þátt í Norðurlandamóti unglinga. Það var í Finnlandi í haust og ég fór Frá verðlaunaafhendingu fyrir langstökk á MÍ innan húss í Baldurshaga, f.v. Sunna Gestsdóttir, USAH, Snjólaug Vilhelmsdóttir, sigurvegari, UMSE, og Erna B. Sig- urðardóttir, A, í 3ja sœti. Snjólaug Vilhelmsdóttir íþróttamaður UMSE 1992. þangað. Það var mjög gaman og ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur. En það er af nógu að taka og maður verður að velja á milli. Sum mótanna verða á sama tíma og ég er að útskrifast, svo það er margra hluta vegna óvíst hvar ég keppi.“ Að læra tonlist En þótt flestir kynnu að halda að það væri meira en nóg að vera í menntaskóla og standa sig svo vel á íþróttasviðinu, sem Snjólaug gerir, þá lætur hún ekki þar við sitja. Hún hefur stundað nám í Tón- listarskólanum á Akureyri og lært þar á þverflautu. Hún vill þó ekki gera mikið úr tónlistarnámi sínu, en segir, að það sé „bara lítið, sem ekki taki að tala um, “ og að hún hafi verið í þessu með vinkonu sinni. Snjólaug segir, að mikill íþróttaandi sé ríkjandi á Dalvík. Einkum sé þó áberandi áhuginn á fótbolta. Sjálf segist hún ekki taka þátt í slíkum íþróttum því hún sé „ekki mikil boltamanneskja.“ gRT Vó 10 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.