Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 12

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 12
Knattspyrnan alltaf vinsæl: Erum aö bæta viö flokk- um og fjölga æfingum - segir Björn Friðþjófsson formaður Umf. Svarfdæla Á Dalvík er að rísa myndarleg bygging, sem mun þjóna íþróttasvœðinu á staðnum. Ný sundlaug er í sjónmáli, sem leysa mun þá gömlu afhólmi. „Það er sígandi starf í kvenna- knattspyrnunni. Það fór rólega af stað með meistaraflokki, síðan bættist við 3. flokkur og síðastliðið sumar var svo 4. flokki bætt við. Það er mikill áhugi, en það vantar kannski fleiri og stærri verkefni fyrir þær yngri. “ Þetta sagði Björn Friðþjófsson for- maður Umf. Svarfdæla. Það er mikil gróska í starfi félagsins um þessar mundir, bæði hvað varðar íþróttir og félagsstarf ýmiss konar. ,,Karlarnir láta sitt ekki eftir liggja í knattspyrnunni, því þeir æfa í öllum flokkum, nema 2. flokki,“ sagði Björn. „Meistaraflokkurinn er í 3. deild, sem stendur. Síðan er í gangi samstarf við Ólafsfjörð um lið í 3. og 4. flokki karla. Ef við ættum að hafa í lið í þeim Þessa hressilegu stráka rákumst við á í hinum vistlega skíðaskála, sem Skíðafélag Dalvíkur hefur komið sér upp. flokkum, þyrftu allir strákarnir á staðnum að vera í fótbolta." I 5., 6., og 7. flokki karla er inikill áhugi og þangað koma krakkar af Arskógsströnd til þess að æfa. „Knattspyrnustarfið hefur verið að vefja upp á sig. Við höfum verið að bæta við fleiri flokkum, fjölga æfingum og lengja æfingatímabilið hjá krökkunum,“ sagði Björn. ,,Við stefnum nú að því að gera starfið markvissara m.a. með gerð skipurits um hvern flokk, þannig að þeir þjálfarar sem taka við í vor viti nákvæmlega að hverju þeir ganga og hafi lýsingu á hverjum og einum strák sem æfir hjá okkur.“ Frábær aðstaða fyrir frjálsar Vonir standa til þess að áhugi á iðkun frjálsra íþrótta aukist verulega í næstu framtíð vegna hinnar nýju aðstöðu, sem tekin var í notkun í tengslum við unglingalandsmót UMFÍ sem haldið var á Dalvík sl. sumar. „Við eigum mjög mikinn efnivið og við vonumst til þess að sú mikla uppbygging sem farið hefur fram á svæðinu virki hvetjandi fyrir íþróttafólkið okkar,“ sagði Björn. I sumar, nánar tiltekið 24. júlí er fyrirhugað að halda á Dalvík meistaramót 18 ára og yngri og 14 ára og yngri. „Mér skilst það á þeim, sem til þekkja, að reikna megi með 7-800 keppendum. Það verða því alla vega yfir þúsund manns sem heimsækja okkur þessa helgi, ef að líkum lætur,“ sagði Björn. „Við leggjum undir okkur alla skóla og aðrar þær byggingar sem geta hýst fólkið. Það verður vafalaust mikið um að vera hérna á Dalvík þann tíma sem mótið stendur.“ 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.