Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 13
Mikil gróska er í fótboltanum á Dalvík og kvennaknattspyrnan hefur eflst verulega að undanförnu. Körfuboltinn hefur numið land Körfubolti er einnig stundaður innan félagsins. Hann hefur verið stundaður síðastliðna tvo vetur og er verulega vaxandi áhugi á honum. „Körfuboltinn er í uppsveiflu í landinu og við höfum ekki farið varhluta af því frekar en aðrir, sem betur fer vil ég segja. Þetta er sú boltaíþrótt sem hentar okkur best þegar horft er til stærðarinnar á íþróttahúsinu,“ sagði Björn. Sundaðstaða hefur verið fremur bágborin á Dalvík. Það stendur nú til bóta, því verið er að byggja nýja sundlaug, sem verður mun stærri en sú garnla, eða 25 x 12.5. Húsið sjálft er vel á veg komið og er gert ráð fyrir að gengið verði frá því að utan í suntar. Samkvæmt áætlun verður það tekið í notkun næsta vor. Sundlaugin verður við hliðina á íþróttasvæðinu og kjallari hennar verður nýttur sent aðstaða fyrir svæðið. Þarna verður einnig aðstaða fyrir félagsstarf- semina. Líflegt félagsstarf Innan Umf. Svarfdæla er nokkuð líflegt félagsstarf. Spilakvöld eru vinsæl, svo og herrakvöldin. Þá hefur félagið efnt til spurningakeppna milli fyrirtækja á staðn- um og staðið fyrir ýmiss konar skemmt- anahaldi. I sumarlok er ævinlega efnt til mikillar uppskeruhátíðar, þar sem íþrótta- fólk, sem hefur skarað fram úr í ástundun æfinga og keppnunt, fær viðurkenningu. Sjálfur hefur Björn lifað og hrærst í íþróttum frá því að hann var polli. Hann var í handbolta, fótbolta, á skíðurn og í frjálsum og þekkir því vel til þeirra rnála af eigin raun. „Það var mikið handboltalíf hérna ‘70- ’80. En þegar það gekk ekki að spila í húsinu hérna, vegna srnæðar þess, þá lagðist þetta smárn sarnan niður. Þá tók knattspyrnan við og höfum við einbeitt okkur að henni. Það er ánægjulegt, að þeir sem eru hættir að spila eru rnargir kornnir í starf hjá okkur. Mín skoðun er sú, að bæjarfélag eins og Dalvík, sem telur ekki nema 1500 manns, beri ekki ótakmarkaðan fjölda íþróttagreina. Með rnjög mörgunt greinum er orðin svo ntikil samkeppni um krakkana og forystufólkið, að það er hætt við að það verði hálfkák alls staðar. En það er alltaf pláss fyrir fleiri hendur og þeir eru fjölmargir, sem hafa lagt okkur lið, til dæmis við framkvæmdir á íþróttasvæðinu okkar.“ Verð 250 kr. stk. með áletrun ERÐLAUNAPENINGAR stærð 42 mm. Einnig mikið úrval af bikurum og öðrum verðlaunagripum. Pantið tímanlega. GULLSMIÐIR Sigtryggur & Pétur Brekkugötu 5 - Akureyri S. 96-23524 - Fax 96-11325 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.