Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 9
muni og velta kannski einhverjum millj- ónum, og þau sjá ekkert af þessu. Það eru fleiri sambönd en við sem eru að berjast við þetta sama vandamál.“ -En hvernig getið þið breytt þessu viðhoifi? „Við höfum alls ekki neina allsherj- arlausn á takteinunum. En við ætlum að fara í kynningarherferð í skólana, ásamt félögunum. Þannig ætlum við að reyna að ná unga fólkinu inn í félögin. Eins ætlum við að fara út til félaganna, fara í starf- semina með þeim og reyna að miðla hug- myndum frá einu svæði til annars. Menn horfa svolítið á ungmennafélögin í dag sem eitthvert íþróttabákn. Það er ekki rétt. Iþróttir eru af hinu góða, en það eru ýmsar aðrar greinar líka, svo sem bridge, skák eða leiklist. Það getur líka myndast kjarni í kringum slíka starfsemi. Það er svolítið gremjulegt að sjá á eftir góðum félags- mönnum úr félögunum á svæðinu í ein- hvern félagsskap á Akureyri, vegna þess að þeir finna sig einfaldlega ekki í ung- mennafélögunum. Við sjáum of mörg slík tilfelli. Við ætlum okkur að gera formönnum félaganna heimsókn og ræða við þá. Það er orðið mjög brýnt að ná einhverju jafnræði milli sambandsins annars vegar og félag- anna hins vegar.” Myndband frá unglingalandsmóti Ef allt hefur gengið samkvæmt áætlun þá er nú komið út, á vegum UMSE, myndband frá unglingalandsmótinu, sem haldið var á Dalvík. ,,Það voru teknar upp sjö eða átta þriggja tíma spólur. Við erum að koma þessu á eina eða tvær spólur og bjóða til sölu. Við ætlum að gefa fólki kost á að kaupa þetta. En við höfum það einnig í bakhöndinni að geta útvegað ákveðna kafla ef einstaklingar eða héraðssambönd vilja það fremur. Við eigum nóg efni og það er óþarfi að horfa á það í hillunum. Við ætlum að halda verðinu á þessum spólum eins mikið niðri og kostur er.” Þá er núna verið að vinna upp afrekaskrá UMSE. Er búið að vinna „utanhússskrána” að mestu leyti og verið að byrja á unnum afrekum innan húss. Ekki hefur verið tímasett hvenær þessari vinnu skuli ljúka, en Örn sagðist reikna með að henni yrði lokið um áramót. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá UMSE en hér verður látið staðar numið að sinni. Iþróttastarf undir einum hatti Það er mikill hugur í UMSE-mönnum þessa dagana. Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið var á Dalvfk á síðasta sumri, hleypti auknum krafti í starfið. Nú er ýmislegt framundan, svo sem meistaramót í frjálsum íþróttum, sem haldið verður nú í júlí. Þá eru ýmsar skipulagsbreytingar innan sambandsins uppi á borðinu, sem einkum felast í sameiningu íþróttadeilda einstakra félaga. Til dæmis hefur í nokkuð mörg ár verið náið samstarf milli Ungmennafélags Skriðuhrepps og Möðruvallasóknar. Þessi tvö félög hafa raunar rekið saman íþróttadeild og hefur það samstarf þótt gefa góða raun. Ungmennafélögin Framtíð, Æskan og Arroðinn hafa nú fetað í fótspor fyrrgreindra félaga og sameinað íþróttastarf sitt í einni deild. Þau munu keppa undir einu nafni á mótum UMFI. íþróttafólk Umf. Vorboðans mun einnig keppa innan vébanda hinnar nýstofnuðu deildar. Þetta samstarf er fyrst og fremst hugsað í hagræðingarskyni, hvað viðkemur þjálfun, ferðalögum á mót og fleiru á þeim nótum. Reynslan hefur verið sú, að þegar unglingar ná 13 ára aldri, hætta margir þeirra þátttöku í frjálsum íþróttum. Það eru kannski ekki nema 4-5 í hverju félagi sem halda áfram. Það segir sig sjálft að það er hlutfallslega Frá stofnfundi hinnar sameiginlegu íþróttadeildar Umf Æskunnar, Umf. Arroðans og Umf Framtíðar. nijög dýrt að halda úti þjálfara fyrir kannski 5 manns. Þá verður félagsstarfið innan slíks hóps mjög lítið, þannig að hætta er á að einstakir iðkendur gefist hreinlega upp. Þess vegna er tilraunin með sameiginlegt íþróttastarf félaganna mjög áhugaverð og á vafalaust eftir að skila góðum árangri. Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.