Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 25
% 60- Mynd 3: Þátttaka í íþróttafélögum í 8. og 10. bekk 54,5 □ 8. bekkur | 10. bekkur 24,1 20,4 Aldrei 1x í viku eða sjaldnar 2-3x í viku 4x í viku eða oftar % Mynd 4: Þátttaka I íþróttafélögum i 8. bekk 60- 50- 40- 30- 44,7 f------ 32,9 -18- yhi 11 | Piltar Q Stúlkur 24,9 23,5 24,2 16,9 Aldrei 1x í viku eða sjaldnar 2-3x í viku 4x í viku eða oftar á mynd 1. Á myndinni sést að um það bil 77% þeirra stunda íþróttir einu sinni í viku eða oftar og urn 52% stunda íþróttir þrisvar sinnum í viku eða oftar. Nokkur munur er á þátttöku pilta og stúlkna. Þennan mismun á þátttöku kynjanna má fyrst og fremst rekja til þess að mun fleiri piltar en stúlkur stunda íþróttir fimrn sinnum í viku eða oftar, eða 32,2% pilta á móti 20,9% stúlkna. Einnig má sjá að 27,4% stúlkna stunda svo til aldrei íþróttir utan skóla- leikfimi, en aðeins 18,2% pilta. Hins vegar er svipaður fjöldi pilta og stúlkna sem stunda íþróttir 1-4 sinnum í viku. Á mynd 2 sést íþróttaástundun nemenda í 10. bekk utan skólaleikfimi. Iþrótta- ástundun nemenda í 10. bekk fylgir svip- uðu mynstri og íþróttaástundun nemenda í 8. bekk, með tveimur undantekningum. Annars vegar er um að ræða minni íþróttaástundun og hins vegar örlítið meiri kynjamun á íþróttaástundun nemenda í 10. bekk. Um 67% nemenda stunda íþróttir einu sinni í viku eða oftar og unt það bil 44% stunda íþróttir þrisvar sinnum í viku eða oftar. Þetta er tæplega 10 prósentustiga pninni íþróttaástundun en hjá nemendum í 8. bekk. Þessi munur á íþróttaástundun neinenda í 8. og 10. bekk stafar annars vegar af því að íþróttaástundun fer vaxandi, þannig að fleiri nemendur stunda nú íþróttir í 8. bekk en áður. Hins vegar stafar þessi munur af því að nokkuð er urn það að unglingar hætta í íþróttum í 9. og 10. bekk. Erfiðara er að útskýra kynjamuninn, en gögn okkar sýna að heldur er algengara að stúlkur hætti í íþróttum á þessum aldri en piltar. Meginniðurstaða þessara niðurstaðna er þó hin mikla þátttaka unglinga í íþróttum. Þátttaka unglinga í íþróttafélögum A mynd 3 má sjá þátttöku nemenda 8. og 10. bekkja í íþróttum með íþrótta- félögum. Á myndinni sést að rúmlega 61% nemenda á 8. bekk stunda einhverjar íþróttir með íþróttafélögum og 44,5% þeirra stunda íþróttir tvisvar sinnum í viku eða oftar. í 10. bekk stunda hins vegar 45,5% nemenda einhverjar íþróttir með íþróttafélögum og 34% stunda íþróttir tvisvar sinnum í viku eða oftar. Af þessu má sjá að munurinn á íþróttaþátttöku með íþróttafélögum í 8. og 10. bekk er heldur meiri en munur á almennri íþróttaástundun nentenda þessara bekkja, en þó varla umtalsverður. Til samanburðar við þessa þátttöku í íþróttafélögum má nefna að sú frjálsa félagastarfsemi sent næst kernur, það er að segja skátastarfið, er með 7,7% þátttöku í 8. bekk og 5,8% í 10. bekk. Þessi sainan- burður sýnir svo að ekki verður um villst hversu mikil þátttakan í íþróttafélögum er, en hún er langumfangsmest í öllu æskulýðs- og tómstundastarfi. Þegar litið er á það hvernig þátttaka í íþróttum með íþróttafélögum skiptist eftir kyni, kemur í ljós að mun fleiri piltar stunda þær íþróttir en stúlkur. Á mynd 4 sést að 67,1% pilta í 8. bekk æfir eitthvað með íþróttafélögum og 49,1% pilta æfir tvisvar í viku eða oftar. Á sama hátt kemur í ljós að 55,3% stúlkna í 8. bekk æfa eitthvað með íþróttafélögum og 40,4% stúlkna æfa tvisvar í viku eða oftar. Af þeim sem æfa eitthvað er munurinn mestur á þeim piitum og stúlkum sem æfa fjórum sinnunt í viku eða oftar með íþrótta- Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.