Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 5
VORMENN ÍSLANDS Vormenn íslands, yðar bíða eyðiflákar, heiðalönd. Komið grænum skógi að skrýða skriður berar sendna strönd. Huldar landsins verndar vættir vonarglaðar stíga dans, eins og mjúkir hrynji hættir heilsa börnum vorhugans. Þannig hefst kvæði Guðmundar Guðmundssonar sem hann tileinkar ungmennafélögunum. Já, eitt er víst að enn í dag eiga vonnenn íslands verk að vinna við að klæða landið skógi og ekki síður að hlúa að þeim gróðri sem fyrir er. En nú má spyrja hvort ekki hafi eitthvað verið gert í þessum efnum. Jú svo sannarlega og rniklu meira en margur hyggur eins og kemur í ljós þegar skoðuð er samantekt Björns B. Jónssonar um skógrækt á vegum ungmennafélaga á Islandi. Þessi úttekt er mjög merkilegt framtak og niðurstaðan hefur komið mörgum á óvart, ekki síst þeim sem telja að ung- mennafélögin séu bara orðin íþróttafélög. I samantekt Björns, sem við stjórnarmenn höfum fengið í hendur, kemur meðal annars fram að 1992 voru 113 svæði undir skógrækt hjá 96 félögum með aðild að UMFÍ - auk þess sem mörg félög hafa tekið þátt í útplöntun hjá öðrum aðilum svo sem skógræktarfélögum. Stærð þessara svæða er 370 hektarar, sem gerir rúmlega 3 hektara á félag og verður að teljast harla gott. En nú gæti einhver sagt sem svo að ungmennafélögin séu hætt að sinna sínum skógreitum, þau hugsi ekki um annað en íþróttir. Slík ályktun er ekki óeðlileg þar sem umfjöllun um íþróttir er margfalt meiri en um aðra þætti í starfsemi ungmennafélaga og skal hér nefnt eilt dæmi um slíkt. Árið 1990 fór UMFÍ af stað með verkefnið „Fósturbörnin”, sem er verkefni á sviði umhverfismála. Mest umræða og umfjöllun varð út af nafni þessa verkefnis en mun minna rætt og ritað um tilgang þess og árangur. Nú, þegar síðasta ár þessa verkefnis er runnið upp, þá liggur ljóst fyrir að yfir 80% aðildarfélaga UMFÍ, sem eru 267 með 44.600 félagsmenn, hafa á einn eða annan hátt tekið þátt í verkefninu. Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það eru ekki eingöngu íþróttir sem ungmennafélög sinna, þau láta sér ekkert óviðkomandi sem er til uppbyggingar einstaklingnum og til framfara fyrir land og þjóð. Eitt verkefni enn verð ég að nefna, - ruslahreinsun meðfram akvegum landsins. Það hefur um margra ára skeið verið fastur liður í starfi margra ungmennafélaga að fara einn dag á vori hverju og hreinsa allt rusl meötram vegum í viðkomandi byggðarlögum. Það hefur oft verið talsvert magn af alls kyns rusli sem slík hreinsun hefur skilað og margur verið undrandi yfir því. Eg nefni þetta hér því mér finnst vera orðin umtalsverð aukning á því að rusli sé fleygt út um bdgluggann en þetta var sem betur fer orðið sjaldséð fyrirbæri. Nú þarf að hefja á ný áróður gegn þessum ósið áður en landinu verður drekkt í áldósum og sælgætisbréfum - að ekki sé talað um tóma smurolíubrúsa sem eru því miður farnir að sjást víða með fram víðförnum leiðum. Hvar er slagorðið „hreint land - fagurt land”? Vonandi er það ekki alveg rykfallið - en þarfnast líkast til hreinsunar og þess að komast aftur út í sólskinið. Þar sem þetta tölublað er tileinkað félagssvæði UMSE finnst mér rétt að vekja athygli á því mikla starfi sem unnið hefur verið hér á svæðinu. Tvö undanfarin ár hefur verið ráðist í framkvæmd stórra íþróttamóta og nú er þriðja mótið í sumar. Þessu fylgir mikil vinna sem áhugafólk leggur fúslega fram án nokkurs endurgjalds og einnig þjappar slík vinna félögum saman, allir vilja gera sitt besta til að auka traust á því starfi sem unnið er af ungmennafélögum. Slík stórmót hafa einnig vakið forráðamenn sveitarfélaga til umhugsunar um aðstöðu til iþróttaiðkunar. Veruleg breyting hefur orðið til hins betra á svæði UMSE síðustu ár, má þar nefna íþróttahús á Hrafnagili, íþróttasvæðið á Dalvík, skíðasvæðið þar og nú er að komast í gagnið íþróttahús við Þelamerkurskóla og sundlaug í byggingu á Dalvík. Þetta er umtalsverð breyting frá því að hafa ekkert íþróttahús á félagssvæði UMSE fyrir fáum árum. En eitt verða allir að muna, - að slíku uppbyggingarstarfi lýkur seint og vonandi verður búseluþróun í þá átt að hér geti þrifist öflugt starf undir forystu ungmennafélaga uni ókomin ár. Ég læt Guðmund Guðmundsson eiga síðustu orðin í þessari hugleiðingu. - Islandi allt. Vormenn íslands, vorsins boðar, vel sé yður, frjálsu menn. Morgunn skóga og rósir roða, rækt og tryggð, er græðir senn. Notið, vinir, vorsins stundir, verjið tíma og kröftum rétt, búið sólskært sumar undir sérhvern hug og gróðrarblett. Jóhann Ólafsson Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.