Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 9
Sunna Gestsdóttir USAH tekin tali: Dreymir um að fara til Bandaríkjanna Sunna Gestsdóttir tekur við verðlaunapeningi úr hendi Helga Sigurðar Haraldssonar á bikarkeppni FRÍ. Surtna Gestsdóttir USAH hefur staðið í ströngu og náð góðum árangri í sumar, sem hófst, þegar hún bætti tíma sinn bæði í 100 og 200 metra hlaupi í Kaupmannahöfn og sló um leið Islandsmetið. Að vísu mældist of míkill meðvindur og því var metið ekki staðfest en hún hljóp þá 100 metrana á 12,04 sekúndum og 200 metrana á 24,77. Sunna á meyjametið í þessum greinum, 12,20 sek og 24,92. f bikarkeppninni á Laugardalsvelli keppti Sunna í sex greinum og vann þær allar og bætti árangur sinn í 400 metra hlaupi og langstökki. Hún náði því einnig í sumar að verða íslandsmeistari í flokki 17- 18 ára 100 og 200 metra hlaupi og lang- stökki. Einnig bætti hún íslandsmet sitt í sama flokki í sjöþraut, á móti í landskeppni í Belgíu, þar sem hún hafnaði í fjórða sæti í einstaklingskeppninni. Þjálfar krakkana á Blönduósi Sunna er 17 ára Austur-Húnvetningur, dóttir hjónanna Gests Guðmundssonar og Sigrúnar Sigurðardóttur á Blönduósi. Spretthlaupin eru hennar sérgrein og í sjöþrautina lætur hún sig heldur ekki vanta ef hún á þess kost að keppa í öllum grein- unum. í sumar starfaði Sunna við þjálfun yngri flokkanna í frjálsum íþróttum í heimabæ sínum, Blönduósi. í haust sest hún svo á skólabekk, en hún er nú að hefja nám á öðru ári við Menntaskólann á Akureyri. Aðspurð um það hvort rnikill íþrótta- áhugi sé á Blönduósi segir Sunna að í yngri flokkunum sé hann sérstaklega mikill, en hún hefur þjálfað um 20 krakka í sumar. „Það er góð þátttaka í yngri flokkunum í frjálsum fþróttum hér á Blönduósi. Þegar borið er niður í eldri flokkunum kemur í ljós að fólkið er orðið dreift út um allt, þó það keppi alltaf undir merkjum félagsins hér.“ Sunna hefur stundað frjálsar íþróttir síðan hún var 12 ára. „Áhuginn vaknaði þegar ég fór að taka þátt í barna- og ung- lingamótum hér á Blönduósi. Ég var í nán- ast öllum greinum fyrst í stað, mér þótti þetta allt svo spennandi. Ég hef gaman af að spreyta mig í mismunandi greinum og keppi því gjarnan í sjöþraut þó að sprett- hlaupin séu sú grein sem ég legg mesta áherslu á. Auk þeirra tek ég þátt í 100 metra grindahlaupi, 400 metra hlaupi, langstökki, þrístökki og í boðhlaupi.“ - Ertu ekki þreytt eftir að hafa tekið þátt í tveggja daga stónnóti og keppt í sjö greinum ? „Jú, ég get ekki neitað því, ég verð svolítið dösuð og stirð fyrst á eftir. Ég á samt að vera í það góðri þjálfun að ég finni helst ekkert fyrir harðsperrum eða því um líku.“ Æfir fimm sinnum í viku - Hefurþú alltafœft mikið? „Já, ég hef alltaf reynt að æfa og þá undir leiðsögn þjálfara hverju sinni. Aðstaðan innan húss hér á Blönduósi hefur batnað mjög mikið með tilkomu nýja íþróttahússins en útiaðstaðan er ekkert sérstök, - mal- arvöllur sem ekki er hægt að segja að sé mjög góður. Við höfum þurft að sætta okkur við þetta og þekkjum lítið annað. Nýja íþróttahúsið mun ekki breyta miklu fyrir mig þar eð ég er ekki lengur hér yfir vetr- artímann. Það gerir hins vegar ungum sem öldnum mögulegt að leika handbolta og körfubolta, sem ekki var svo gott áður. Ég hef aðeins verið að leika mér í körfubolta, enda með ágæta stærð í það, 1,75. Skinfaxi 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.