Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 35
Kjartan Bergmann Guöjónsson: Minntist 70 ára starfs í hreyfingunni - og gaf út veglega bók um íslenska glímu Nýlega kom út bókin „íslensk glíma og glímumenn," eftir Kjartan Bergmann Guð- jónsson. Bókin er 435 blaðsíður að stærð og vönduð að allri gerð. í henni er fjallað um íslensku glímuna sem þjóðaríþrótt, uppruna hennar og iðkun. Sagt er frá stofnun einstakra glímufélaga og Glímusambands Islands. Einnig er fjallað um Ólympíuleikana 1908 og 1912 og glímusýningar erlendis. Einn kafl- anna er tileinkaður Jóni Þorsteinssyni fimleika- og glímukennara og ferðum hans með glímusýningarflokka erlendis. Þá er sagt frá Íslandsglímunni 1906-1991 og handhöf- um Grettisbeltisins. Loks er gerð grein fyrir iðkun glímunnar í einstökum landshlutum og fjallað um þekkta glímumenn. Fleira mætti nefna af efnisþáttum bókarinnar, en hér verður látið staðar numið. Þess skal getið að bókin er prýdd fjölda mynda. Sjötfu ár í hreyfingunni Kjartan er ungmennafélagshreyfingunni að góðu kunnur fyrir störf sín í þágu hennar. Hann gekk í Ungmennafélag Staf- holtstungna þegar hann var aðeins 12 ára gamall. A hann á þessu ári 70 ára afmæli sem ungmennafélagi. Hann átti síðar eftir að gegna stjórnunarstörfum fyrir félagið og varð formaður þess aðeins 19 ára. Glíman hefur verið Kjartani hug leikin frá blautu barnsbeini og var hann ekki nema 7 ára þegar hann fór að æfa þá íþrótt. Arið 1942 gerðist hann glímu- kennari á vegum Iþróttasambands Islands og fræðslumálastjórnarinnar og kenndi glímu bæði í skólum og íþrótta- og ungmennafélögum víða um land. Á þessum glímuferðum sínum kynntist Kjartan mörgum gömlum glímumönn- urn og aflaði sér fróðleiks um íslenska glímu, sem lesendur bókarinnar fá nú að njóta góðs af nú. Eins og fyrr sagði hefur Kjartan gegnt trúnaðarstörfum fyrir ýmis íþróttasamtök í landinu, og var m.a. framkvæmdastjóri ÍSÍ um skeið og síðar fyrsti formaður Glímusambands Islands. ISLENSK GLIMA OG GLÍMUMENN Kjarlan Bcrfímann (Juðjónsson Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.