Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 22
Landsmót á Laugarvatni 1994: Framkvæmdir komn- ar á fullan skrið Undirbúningur fyrir landsmótshald að Laugarvatni á næsta ári er nú kominn á fullan skrið. Framkvæmdir við aðalleik- vanginn eru hafnar og miðar þeim vel. Samið hefur verið við verktakana Jón og Tryggva á Hvolsvelli sem annast fram- kvæmdir við fyrri áfanga vallarins, sem er jarðvinnsla. í haust hefur verið unnið við að taka upp úr vellinum og brautunum. Stefnt var að því að tyrfa hann fyrir veturinn og undirbúa hlaupabrautirnar undir malbik og gerviefni. Einnig verður lagt gerviefni á aðhlaupsbrautir. Þá hefur verið unnið að útboði og samningi við verktaka um frágang brautanna og vall- arins í heild, svo sem girðingavinnu o.fl. Fullkomið íþróttasvæði „Á undanförnum árum hefur verið gert mikið átak í uppbyggingu á Laugarvatni,“ sagði Reynir Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins og formaður skólanefndar íþrótta- kennaraskólans á Laugarvatni í stuttu spjalli við Skinfaxa. „Ef litið er til íþróttamannvirkja á staðnum þá hefur verið gert stórátak varðandi þau. Fyrst má nefna íþróttahúsið, malarvöllinn og loks sundlaugina. Nú er síðasta stóra átakið hafið, sem er endurbygging íþróttavallar að Laugarvatni. Menntamálaráðherra hefur gengið vel fram í þessu máli og tryggt það að verkið færi af stað. Og nú hefur allt verið sett í gang til þess að ljúka megi því fyrir landsmótið, sem við vonumst til að verði glæsilegasta landsmót ungmennafélaganna til þessa. Síðasta landsmót á Laugarvatni var mjög glæsilegt, en ætla mætti að það yrði enn betra núna með bættri aðstöðu. En þess ber að geta, að þarna er ekki verið að búa til einnota glæsivöll fyrir eitt mót. Þetta er það sem hefur vantað á staðinn vegna Iþróttakennaraskólans og Iþróttamiðstöðv- arinnar. Fyrirhugað er að ganga þannig frá vellinum að þar sé aðstaða fyrir allar frjálsíþróttagreinar og fullnægjandi keppn- isaðstaða.“ Ungmennafélagarfjölmenntu á dögunum að Laugarvatni og unnu þar í sjálfboðavinnu við að flytja þökur, sem teknar höfðu verið af aðalleikvanginum og leggja þœr á svœði í nágrenninu. I haust var unnið við að taka upp úr vellinum og hlaupabrautunum. I framhaldi af því hófst undirbúningur að útboði áfrágangi á brautunum og vellinum í heild. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.