Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 30
sókn er allhár; alfa=0,84 fyrir sjálfsvirð-
ingu og alfa=0,74 fyrir líkamsímynd, en
alfa tekur gildi á bilinu 0 til 1.
2 Fylgni milli kvarðanna tveggja er nokk-
uð há eða r=0,61. Fylgni (r) í þessari
grein er metin með Pearsons stuðli sem
tekur gildi á bilinu -1 til +1.
Heimildir
Anton Bjarnason (1991). „Ef hreyfiþroski
barna er lítill verða þau undir í leik og
starfi.” Skinfaxi, 82, bls. 19-22.
Battle, J., Jarratt, L., Smit, S. og Precht, D.
(1988). Relations among self-esteem,
depression and anxiety of children.
Psychological Reports, 62, bls. 999-
1005.
Offer, D. (1969). The psychological world
ofteenagers. New York: Basic Books.
O'Malley, P. M. og Bachman, J. G.
(1979). Self-esteem and education: Sex
and cohort comparison among high
school seniors. Journal of Personality
and Social Psychology, 37, bls. 1153-
1159.
Richman, C. L., Clark, M. L. og Brown, K.
P. (1985). General and specific self-
esteem in late adolescent students: Race
x gender x SES effects. Adolescence,
20, bls. 555-566.
Rosenberg, M. (1965). Society and the
adolescent self-image. Princeton, New
Jersey: Princeton University Press.
Rosenberg, F. R. og Rosenberg, M. (1978).
Self-esteem and delinquency. Journal
of Youth and Adolescence, 7, bls. 279-
291.
Rosenberg, M., Schooler, C. og Schoen-
bach, C. (1989). Self-esteem and ado-
lescent problems: Modeling reciprocal
effects. American Sociological Review,
54, bls. 1004-1018.
Workman, M. og Beer, J. (1989). Self-
esteem, depression, and alcohol
dependency among high school stu-
dents. Psychological Reports, 65, bls.
451-455.
Yanish, D. L. og Battle, J. (1985).
Relationship between self-esteem,
depression and alcohol consumption
among adolescents. Psychological
Reports, 57, bls. 331-334.
Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson
(1993). Þátttaka unglinga í íþróttum.
Skinfaxi, 84, bls. 24-26.
_r
Ungmennaskipti UMFI:
Eftirminnileg dvöl
- segir skiptiungmennið Marcus Lindström
Skiptiungmennið sœnska Marcus Lindström var ánœgður með dvölina hér.
Tíðindamaður Skinfaxa hitti sænska
skiptiungmennið, Marcus Lindström,
skömmu áður en hann hélt til síns heima
eftir vel heppnaða dvöl hér á landi í sumar.
Hann var hér staddur á vegum NSU,
(Nordisk Samorganisation for Ungdoms-
arbejde) sem gefur íslenskum ungmennum
kost á að dvelja um þriggja mánaði skeið í
Svíþjóð eða Linnlandi og ungmennum frá
þeim löndum að dvelja hér. Tilgangurinn
með skiptidvöl af þessu tagi er að gefa
ungu fólki í umræddum löndum kost á að
kynnast jafnöldrum sínum um leið og þau
fræðast um land og þjóð gestgjafanna.
Marcus lét mjög vel af dvöl sinni hér á
landi og var farinn að tala svolitla íslensku
þó að hann hafi skilið mun meira en hann
gat talað. Hann dvaldi á þremur stöðum,
fyrst í Deildartungu í Borgarfirði, að því
búnu í sumarbúðum UIA á Eiðum og
síðustu vikunum varði hann í Birtingarholti
í Hrunamannahreppi. Sjálfur er Marcus úr
sveit en aðspurður kvaðst hann ekki vera
búinn að gera upp hug sinn um það hvað
hann ætlaði að taka sér fyrir hendur í
framtíðinni. Hann kvaðst hafa kynnst
mörgu góðu og skemmtilegu fólki hér í
sumar - og einkar skemmtilegt hafi verið að
dveljast í sumarbúðunum á Eiðum þó svo
að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska.
Marcus sagði að dvölin hér myndi verða
sér eftirminnileg og hann ætlaði að
kappkosta að halda sambandi við það fólk
sem hann kynntist í sumar og þá ekki síst
við velgjörðarfólk sitt sem hann dvaldi hjá.
Hann kvaðst mundu sakna Islands og
öruggt væri að hann ætti eftir að koma
hingað aftur, - hann hefði gjarnan viljað
dvelja hér lengur. Marcus bað að lokum
fyrir kveðjur og þakklæti til allra sem hefðu
borið hann á höndum sér þá mánuði sem
hann dvaldi hér á Islandi.
30
Skinfaxi