Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 18
Þórdís Gísladóttir HSK. Kastgreinar kvenna Toppárangurinn í kastgreinunum var mun slakari í ár en í fyrra, því að hvorki Iris Grönfeldt né Guðbjörg Gylfadóttir æfðu af fullum krafti. Ungu stúlkurnar sýndu hins vegar að bjart er framundan í kastgreinunum. Vigdís Guðjónsdóttir bætti stúlknamet Irisar Grönfeldt og kastaði spjótinu 48,02 m og sigraði mjög óvænt á Smáþjóðaleik- unum. Halla Heimisdóttir bætti sinn besta Sigríður Anna Guðjónsdóttir HSK. árangur í Evrópukeppninni í Kaupmanna- höfn í kringlukasti og Hanna Lind Olafs- dóttir, aðeins 15 ára gömul, hafði kastað Þuríður Ingvarsdóttir HSK. lengst tæpa 40 metra þegar þetta er skrifað. Halldóra Jónasdóttir, Guðbjörg Viðarsdótt- ir, Sigrún Hreiðarsdóttir ásamt Brigittu Guðjónsdóttur, sem nú kom aftur sterk til leiks í spjótkastinu, settu mark sitt á mót sumarsins. Fjölþrautir kvenna Þuríður Ingvarsdóttir og Sunna Gests- dóttir stóðu upp úr með árangur í sjöþraut. Sunna setti stúlknamet og sýndi að hún getur náð langt í þessari grein ef hún snýr sér að henni. Þuríður keppti allt árið með slitið liðband í fæti og kom það fyrst og fremst í veg fyrir bætingu á árinu. Bæði Sunna og Þuríður sýndu fjölhæfni sína í verki í Bikarkeppni FRÍ. Sunna sigraði í öllum einstaklingsgreinum sínum, 6 að tölu, og Þuríður varð önnur í sínum þremur greinum. Báðar höfðu úrslitaáhrif á gengi sinna liða í boðhlaupunum. Kristín Mark- úsdóttir UMSB og Jóhanna Jensdóttir Brigitta Guðjónsdóttir UMSE. UBK eru efnilegar sjöþrautarstúlkur sem fróðlegt verður að fylgjast með á næsta ári. Spretthlaup karla Einar Þór Einarsson A var yfirburðar- rnaður í 100 m hlaupi í sumar og hljóp mörg póð hlaup þó ekki tækist honum að bæta Islandsmetið eða ná lágmarki fyrir HM. Margir ungir og efnilegir sprett- hlauparar létu verulega að sér kveða í sum- ar og skal Haukur Sigurðsson A nefndur sérstaklega ásamt Jóhannesi Má Marteins- syni ÍR, Atla Guðmundssyni UMSS og Helga Sigurðssyni UMSS. Þessir strákar, ásamt Einari Þór, eiga væntanlega eftir að láta mikið að sér kveða á næstu árum. Gunnar Guðmundsson FH komst nú sæmilega í gegnum tfmabilið, án meiðsla, og hafði nokkra yfirburði í annars slöku gengi 400 m hlaupara á árinu. Ólafur Guð- mundsson Selfossi, Egill Eiðsson UBK, 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.