Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 23
Norræna ungmennavikan í Finnlandi: Heilmikil lífsreynsla - segir einn þátttakenda, Reynir Hiibner Það varýmislegt reynt, þar á meðal þetta tœki í tívolíinu. Norræna ungmennavikan var haldin 26.-31. júlí síðastliðinn, að þessu sinni í Ekeniis í Finnlandi. Þátttakendur frá íslandi voru 11 talsins, auk fararstjórans, Halldóru Gunnarsdóttur. Reynir Hiibner úr Umf. Aftureldingu var einn þeirra og féllst hann á að segja lesendum Skinfaxa frá þessari skemmtilegu og viðburðaríku ferð. „Við hittumst fyrst á laugardegi ásamt Halldóru fararstjóra í þjónustumiðstöð UMFÍ og sváfum þar um nóttina. Snemma næsta morgun flugum við til Stokkhólms og tókum þaðan ferju til Finnlands. Við fórum loks með lest síðasta spölinn til Ekenás þar sem mótið fór fram. Vel var tekið á móti okkur og var öllum þátttak- endum skipt í hópa eftir viðfangsefnum strax fyrsta daginn, en hver og einn hafði valið sér hóp áður en lagt var upp í ferðina. Valið stóð meðal annars á milli leiklistar, upptöku og vinnslu á myndböndum, útgáfu dagblaðs og annars af því tagi. Ég var í vídeóhópnum. Hverjum aðalhópi var skipt niður í marga þriggja manna hópa og þurftum við síðan að fara yfir í aðra hópa á sama sviði. Þetta var gert til þess að sem flestir þátttakendur næðu að kynnast svolítið. Við vorum send út og látin taka myndir, æfa okkur á vélarnar og svo framvegis undir leiðsögn kennara. Eftir tvo daga fengum við svo tökuvélarnar í okkar hend- ur og vorum látin taka upp eins mikið og við gátum frá staðnum og því sem þar var að gerast. Loks var það unnið og klippt til af starfsfólkinu. Arangurinn af þessu var fróðlegur og skemmtilegur þáttur á mynd- bandi sem allir gátu keypt og tekið heim með sér til endurminningar.“ Fróðlegar ferðir „Ungmennavikan stóð yfir í fimm daga og voru þátttakendur um 60 talsins. Tíminn var að hluta notaður til ferðalaga og fórum við meðal annars til Helsinki. Jafnframt var farið í ýmsar heimsóknir og skoðunarferðir. A kvöldin var efnt til blakkeppni á milli landa og varð Island í öðru sæti. Kvöldvökur voru líka haldnar, sem hver og ein þátttökuþjóð annaðist. Við, íslensku þátttakendurnir, kynntum meðal annars land og þjóð í stuttu máli og sögðum frá starfi ungmennafélaganna. Mér fannst þessi ferð bæði fróðleg og skemmtileg, - ekki síst fyrir það að fá þarna tækifæri til að kynnast fjölda ungs fólks frá hinum Norðurlöndunum og fá innsýn inn í það hvað það er að gera og hugsa. Þetta var líka kærkomið tækifæri til að þjálfa sig í tungumálunum, - þetta er heilmikil lífsreynsla.“ Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.