Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 28
við þann fjórðung sem mesta sjálfsvirð-
ingu hefur. Þannig iðkar hann síður íþróttir
en hæsti fjórðungurinn, telur getu sína í í-
þróttum minni og er í lélegri líkamsþjálf-
un. Það liggur í hlutarins eðli að meðal-
hlutfall á myndum 1-6 er 25%.
A mynd 1 er samband sjálfsvirðingar
unglinga og íþróttaiðkunar þeirra sýnt.
Tæplega fimmtungur þeirra sem iðka í-
þróttir svo til aldrei eða 1 -2 sinnum í viku í
8. bekk bera mikla virðingu fyrir sjálfum
sér, en rúmlega fjórðungur þeirra sem iðka
íþróttir 3-4 sinnum. Þá hefur þriðjungur
þeirra sem iðka íþróttir 5 sinnum í viku eða
oftar mikla sjálfsvirðingu. Til samanburðar
má geta þess að hlutfallslegt meðaltal á
myndunum er 25%, þar sem það er það
hlutfall unglinganna sem höfðu mikla
sjálfsvirðingu. Þetta jákvæða samband í-
þróttaiðkunar og sjálfsvirðingar er jafn-
sterkt hjá piltum og stúlkum. Pearsons
fylgnistuðullinn r=0,19 er marktækur.
Þetta þýðir að líkurnar á því að þessi niður-
staða hafi komið fram fyrir tilviljun eru
minni einn á móti tíu þúsund.
A mynd 2 sést samband sjálfsvirðingar
og getu í íþróttum. Þeir unglingar sem bera
mikla virðingu fyrir sjálfum sér eru aðeins
13,5% þeirra sem telja sig vera neðan með-
allags og 15,7% þeirra sem telja sig í með-
allagi í íþróttum. Hins vegar hafa tæplega
30% sem telja sig góð í íþróttum mikla
sjálfsvirðingu og 41,5% þeirra sem telja
sig meðal þeirra bestu í íþróttum. Fylgnin
er 0,33 sem þýðir að þetta samband er all-
sterkt og marktækt (p). Fylgni sjálfsvirð-
ingar og getu í íþróttum var ögn hærri hjá
stúlkum (r=0,31) en piltum (r=0,27).
Fylgni milli sjálfsvirðingar og líkams-
þjálfunar er svipuð og fylgnin milli sjálfs-
virðingar og getu í íþróttum. Þó má sjá á
mynd 3, þar sem sýnt er samband sjálfs-
virðingar og líkamsþjálfunar, að meiri
munur er á flokkunum þar hvað snertir
hlutfall þeirra sem bera mikla virðingu fyr-
ir sjálfum sér en flokkunum á mynd 2, sem
sýndi samband sjálfsvirðingar og getu í í-
þróttum. Þannig eru aðeins 8,3% þeirra
sem eru í lélegri líkamsþjálfun með mikla
sjálfsvirðingu, en 44,6% þeirra sem eru í
ntjög góðri þjálfun eru með mikla sjálfs-
virðingu. Fylgni milli sjálfsvirðingar og
líkamsþjálfunar er allsterk eða 0,34 og
marktæk (p). Lítill munur er á kynjum, en
fylgni sjálfsvirðingar og líkamsþjálfunar er
örlítið hærri hjá piltum (r=0,33) en hjá
stúlkum (r=0,30).
Það er því ljóst af myndum 1-3 að gott
samband er á milli sjálfsvirðingar unglinga
annars vegar og íþróttaiðkunar, getu þeirra
í íþróttum og líkamsþjálfunar hins vegar.
Þannig bera unglingar meiri virðingu fyrir
sjálfum sér að jafnaði eftir því sem þeir
iðka íþróttir meira, telja getu sína í íþrótt-
um meiri og eru í betri líkamsþjálfun. Þetta
samband er eins eða svipað hjá piltum og
stúlkum.
íþróttir og líkamsímynd
Líkamsímynd hefur eins og sjálfsvirðing
jákvæða fylgni við íþróttaiðkun, líkams-
þjálfun og getu unglinga í íþróttum en þó er
fylgni heldur sterkari við líkamsímynd.
Þannig að því meiri sem íþróttaiðkun, geta
í íþróttum og líkamsþjálfun eru því jákvæð-
ari er líkamsímyndin. A myndum 4-6 er
eingöngu sá fjórðungur unglinga í 8. bekk
sem hefur jákvæðasta líkamsímynd. Sá
Því meiri sem íþróttaiðkun, geta í íþróttum og líkamsþjálfun er, því jákvœðari er
líkamsímyndin.
Mynd 4: Hlutfall nemenda f 8. bekk sem eru með jákvæða líkamsímynd (body-image) fer
hækkandi með aukinni íþróttaiðkun (r = 0,22)
%
28
Skinfaxi