Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 37
Á ungbændaráðstefnu í Noregi: Fróðleg ferð og skemmtileg Skriðjökulseftirlíkingin í jöklasafninu. Brúðurnar eru klœddar fornum og nýjum útbúnaði til jöklaklifurs og sjá má aftan á mann sem er að ganga inn í „jökulinn. ” Eirtn afþáttum í starfi Ungmenna- félags Islands er samskipti þess við systurfélög sín á Norðurlöndum, sem fara að mestu leyti fram innan NSU, Nordisk Samorganisation for Ungdomsarbejde. Einn þáttur þeirra samskipta er Norræn ungbænda- ráðstefna sem haldin er ár hvert til skiptis á Norðurlöndunum. Þetta árið var hún haldin í Noregi um mánaðar- mótin maí-júní. Þarna mættu fulltrúar frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð, auk Noregs og íslands. Ráðstefnan byggirá fyrirlestrum um ákveðin efni og skoðunarferðum. Að þessu sinni voru fyrirlestrarnir um „lifandi byggðir“ og „byggðastefnu.“ íslenskir þátttakendur í ferðinni á ráðstefnuna sem haldin var í Breim í Noregi voru undirritaður, Sigurður Aðal- steinsson bóndi í Vaðbrekku og formaður UÍA og Einar Óli Petersen bóndi Álftár- tungukoti, Mýrum í Borgarfirði suður og formaður Ungmennasambands Borgar- fjarðar. Fararstjóri var Sæmundur Run- ólfsson framkvæmdastjóri Ungmennafélags íslands. Flogið var frá Keflavík til Osló 26. maí. Þaðan var tekin lest og lá leiðin norður eftir Guðbrandsdalnum, sem er fallegur og gróskumikill, þrátt fyrir að nyrst í honum sé úrkoma með því minnsta sem þekkist í heiminum eða um 240 millimetrar á ári. í Otta fórum við, ásamt fleiri ráðstefnu- gestum, af lestinni í rútu yfir og gegnum fjallgarð til vesturstrandarinnar, meðal annars í gegnum þrjú samliggjandi jarð- göng, fjögurra til sex kílómetra löng hvert. Á þeirri leið fórum við fram hjá nokkurs konar Möðrudal þeirra Norðmanna, eða því býli sem hæst er yfir sjó í Noregi 1200 metrum yfir sjávarmáli. Þar var enn snjór yfir öllu. Frændur í snjókasti Ekki vakti snjórinn sérstaka athygli okkar íslendinganna eins og skandina- vískra frænda okkar. Þeir notuðu tækifærið og fóru í snjókast, meðan við Frónbúarnir sátum í rútunni og horfðum á, enda ný- komnir úr hraglandanum heima og ástæðu- laust að velta sér upp úr snjónum þarna meðan hvítasunnuhretið geisaði heima á Islandi. í fjörðunum á vesturströndinni er Breim, þar sem ráðstefnan var haldin. Bjuggum við á gömlu sveitahóteli meðan við dvöld- um þar. Á milli fyrirlestra var farið í skoð- unarferðir. Meðal annars var listasafn heimsótt, skoðuð vinnuaðstaða og íveru- staður Nikolai Astrup, sem var frægur norskur listmálari, er dó úr asma og lungnabólgu árið 1928. Er heimili hans haldið við líkt og Nonnahúsi og á síðsta áratug var byggt hús yfir verk hans á sama stað. Þess má geta til fróðleiks, að nýlega seldist málverk eftir hann í London á rúmlega 35 milljónir íslenskra króna. Þarna sáum við meðal annars félagsfána tveggja ungmennafélaga, sern Astrup hafði málað upp úr síðustu aldamótum. Einnig var skoðað sláturhús, þar sem slátrað var nautum, sauðfé og svínum. Þetta var nýlegt og fullkomið hús, þaðan sem varan fór eingöngu fullunnin, í formi loft- tæmdra vöðva. Hefðbundnar pylsur, bjúgu og kjötfars var þar líka að sjá, ásamt steikt- um hamborgurum og áleggi alls konar. Og þarna gilti sama um alla kjötvöru, ekkert fór út fyrir hússins dyr, nema í neytenda- pakkningum. Þetta þýðir að öll úrvinnsla er heima í héraði og skapar þar atvinnu. Þarna er nánast allt kjöt unnið ferskt, en ekki fyrst óunnið. Athygi vakti, að allt sauðfé var rúið áður en því er slátrað. / jöklasafni Norskt jöklasafn skoðuðum við, sem opnað var 1991. Það stendur skammt frá skriðjökli, með sýn til hans. Þarna er sýnt flest sem viðkemur jöklum á einfaldan en fróðlegan hátt í rúmgóðum sölum innan húss. Meðal annars má sjá líkan af skrið- jökli sem hægt er að ganga í gegnum með- an hljóðin í honum, bæði vatnsniður og marr, þegar jökullinn hreyfist, eru leikin af segulbandi. Alls konar útbúnað til jökla- ferða var þarna að sjá, bæði gamlan og nýjan. Einnig var sýnd kvikmynd um jökla- og fjallaklifur. Utlínulíkan af mammút með Skinfaxi 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.