Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 14
Sigurbjörg Sæmundsdóttir, deildarstjóri mengunarvarna Umhverfisráðuneyti: Hvað getur hver og einn gert? - hvað vill hver og einn gera? Umhverfið er dýrmætt - Hvaða gildi hefurþað að leggja eitthvað af mörkum fyrir betra umhverfi ? Markmið umhverfisverndar er að sjá til þess að náttúran fái að þróast eðlilega og breytast eftir eigin lögmálum án neikvæðra áhrifa og röskunar frá manninum. Orsakir mengunar eru annars vegar náttúruleg mengun og hinsvegar atferli okkar mann- anna sem hver og einn getur haft áhrif á. Við verðum sjálf að bera ábyrgð á þeim hugsanlegu umhverfisáhrifum sem af at- höfnum okkar hljótast. Sjálf höfum við mesta möguleika á að bæta nánasta um- hverfi okkar. Það er umhverfið sem við þekkjum hvað best og þykir vænt um. Nánasta umhverfi okkar er grundvöllur að almennum skilningi á náttúru og umhverfi. Það skiptir máli hvað hver og einn gerir fyrir -gerir við- umhverfið sitt. Hver er ábyrgð þín við þitt nánasta umhverfi? I hreinni og ósnortinni náttúru eru fólgin verðmæti. Omengað umhverfi er náttúru- auðlind. Ekki er þó hægt að vernda og varðveita óspillt unthverfi og ósnortna náttúru, nema vilji almennings sé fyrir hendi. Vilji almennings og markviss fræðsla er mun virkara aðhald en öll boð og bönn. Sorp - aðgerðir heima fyrir - sorphirða Sorpmál eru nátengd okkar daglega lífi þó svo að við flest, svona dags daglega, hugsum kannski ekki lengra en að fara út með ruslið og erum svo afskapleg þakklát þegar blessaðir öskukarlarnir eru búnir að tjarlægja það. Hvar stæðum við nú ef við hefðum ekki ruslakarlana? En hvað setjum við í ruslafötuna og hvað verður um ruslið? Þarf ekki hver og einn að hugleiða það? Hvað er í ruslafötunni þinni? Hvað ætti ekki að vera þar? Fyrir utan uppblástur landsins eru sorp- og frárennslismál stærstu umhverfisvandamál Islands í dag. Hluti af því sorpi sem til fellur er endurnýtanlegt í einhverri mynd, svo sem orkugjafi eða sem hráefni til endurvinnslu- iðnaðar. Einnig má draga verulega úr myndun sorps og skaðlegum áhrifum þess á umhverfið. En hvað getum við gert sjálf? Við getum t.d. minnkað það sorpmagn sem fer til förgunar og flokkað út hættuleg efni áður en þau fara í sorpið. Það er augljóst að áhrifaríkt er að fá almenning til að flokka sorp um leið og því er hent, svo auðveldara sé að endurvinna það. Kostnaður við endur- vinnslu er talsverður og eins kostnaður við sorpflokkun. Endurvinnsla úrgangsefna hefur átt frekar erfitt uppdráttar hér á landi. Astæðurnar liggja í því hve landið er strjálbýlt, framleiðsluiðnaður óþroskaður Hluti afþví sorpi sem tilfellur er endurnýtanlegur í einhverri mynd. 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.