Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 8
Stefán og Guðfinna ásamt dætrunum Unni og Kristínu. koma á fót víðavangshlaupi út um mýrar og móa, undirbúa það og taka síðan þátt. Við vorum tregir til, höfðum enda öðrum hnöppum að hneppa en iétum þó til leiðast. Hann lét okkur meðal annars vaða tvívegis yfir vatnsfall austan við Haukadalsskólann. Þetta var síður en svo skemmtileg braut, mosaþýfi, mýrar og alls konar ófæra. Ég hafði það af að verða fyrstur í mark og fékk gullpening fyrir íþróttaafrek. Oðru sinni fékk ég silfurpening fyrir skautahlaup en stórvirki hef ég ekki unnið. Reyndar fékk ég eitt sinn siifurbikar til eignar eftir að hafa þrisvar sinnum tekið þátt í Víðavangshlaupi Islands. Það var. ekki fyrir það að ég hafi verið fyrstur í mark, heldur vegna þess að ég var elsti keppandinn. Ég hefði þess vegna getað verið tvær vikur á leið í markið, - bikarinn hefði ég fengið samt.“ - Að lokum Stefán, hvernig myndir þú vilja sjá ungmennafélagshreyfinguna þró- ast íframtíðinni? „Ég myndi vilja sjá hana þróast þannig, að félögin sköpuðu æskunni sem besta að- stöðu til hreyfingar, íþróttakeppni og til þess að geta sinnt sfnum áhugamálum, sem eru náttúrlega ótal mörg. Það er fyrir mestu að láta ekki þetta nútímaglingur af ýmsum toga ráða ferðinni. Það er grátlegt að vita til þess að stór hópur barna sé talinn vera heimilislaus götubörn. Þetta er blettur á íslensku þjóðfélagi. Hvað haldið þið svo að þau kosti öll þessi hryðjuverk sem eru að færast smám saman til okkar íslend- inga? Ég held að starfsgleðin, lífsfyilingin og bjartsýnin þurfi að ráða ríkjum hjá ung- mennafélagshreyfingunni og í fjölskyldu- lífinu og vel að merkja, - næsta ár er ár fjölskyldunnar. Nú er verk að vinna bæði fyrir ungmennafélögin, kvenfélögin og öll ágæt félög þessa lands.“ Stefán ásamt fleiri góðum gestum á íþróttaleikvanginum í Mosfellsbœ á 20. Landsmóti UMFI. Framkvæmdastjóri Landsmóts '94 Þann 15. september sl. tók Ólafur Örn Haraldsson við starfi fram- kvæmdastjóra Landsmóts 1994 á Laugarvatni. Ólafur er ungmennafé- lagshreyfingunni að góðu kunnur. Hann starfaði lengi með HSK og keppti undir merkjum þess á þrem landsmótum. Olafur er uppalinn á Laugarvatni. Hann tók stúdentspróf frá ML, síðan BS-próf í landafræði frá HI og MA-próf í byggða- og skipuiagsfræði frá háskólanum í Sussex í Englandi. Sfðan stundaði hann nám við Iþróttaháskólann í Sonderborg í Danmörku og síðan í Þýskalandi. Ólafur Örn Haraldsson Árið 1973 réðst hann sem ráðgjafi til Hagvangs, og varð framkvæmdastjóri fyr- irtækisins 1980-1985. Þá varð hann framkvæmdastjóri innanlandsdeildar ferða- skrifstofunnar Útsýnar til 1987 og síðan framkvæmdastióri Gallup á íslandi frá 1988. Samhliða þessum störfum hefur Ólafur fengist við kennslu, kynningarstörf, blaða- mennsku, gerð útvarpsþátta og ýmis félags- störf. Hann er kvæntur Sigrúnu Jakobsdóttur Richter og eiga þau þrjá syni, Harald Örn, Örvar Þór og Hauk Stein. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.