Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 26
Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson: íþróttir unglinga - og tengslin við sjálfsvirðingu þeirra og líkamsímynd Gott sjálfstraust, jákvæð sjálfsmynd og sjálfsvirðing virðist vera gott veganesti í lífsbaráttu einstaklingsins ef marka má rannsóknir síðustu áratuga. Þannig sýna þær að fólk sem ber mikla virðingu fyrir sjálfu sér (self-esteem) þjáist síður af kvíða og þunglyndi en þeir sem hafa litla sjálfs- virðingu (Battle, Jarratt, Smit og Precht, 1988), því gengur betur í námi og er yfir- leitt heilsuhraustara (Rosenberg, 1965; Rosenberg, Schooler og Schoenbach, 1989; Workman og Beer, 1989). Þá hafa rannsóknir á unglingum sýnt að áfengis- neysla tengist sjálfsvirðingu, þannig að lítil sjálfsvirðing og mikil áfengisneysla fara saman (Workman og Beer, 1989; Yanish og Battle, 1985). Einnig hefur verið sýnt fram á að sjálfsvirðing unglinga tengist af- brotum (Rosenberg og Rosenberg, 1978; Rosenberg ofl., 1989). Rétt er að taka það fram að ekki er ljóst hvernig orsakatengslum er háttað hér. Þannig er ekki unnt að fullyrða að lítil sjálfsvirðing beinlínis orsaki þunglyndi eða leiði til afbrota. Bandarísku fræðimennirnir Rosenberg, Schooler og Schoenbach (1989) hafa reynt að meta orsakatengsl sjálfsvirðingar við nokkra þætti á þremur sviðum í lífi unglinga. Fræðimennirnir telja að frammistaða í skóla hafi áhrif á sjálfsvirðingu en ekki öfugt. Þeir komast einnig að þeirri niðurstöðu að sambandið milli sjálfsvirðingar unglinga og afbrota þeirra fari eftir þjóðfélagshópum. 1 sumum tilfellum ýtir lítil sjálfsvirðing undir afbrot en í öðrum tilfellum eykst sjálfsvirðing við afbrot. Þá telja Rosenberg og samstarfs- menn hans (1989) að áhrifasamband milli sjálfsvirðingar og þunglyndis sé gagn- kvæmt. Þetta dæmi er rakið hér til þess að sýna fram á hve erfitt er að álykta um orsaka- tengsl sjálfsvirðingar og annarra þátta. Þá bætir það ekki úr skák að öll umræða um sjálfsvirðingu og sjálfsmynd einstaklings- ins vísar til flókinna fyrirbæra sern erfitt er að mæla. Þannig er sjálfsvirðing einstak- lings samofin fjölda annarra þátta í vitund hans um sjálfan sig, líkama sinn og útlit, svo og ýmsa aðra eiginleika sína. Hér á eftir munum við reyna að varpa nokkru ljósi á tengsl sjálfsvirðingar og Mynd 1: Hlutfall nemenda í 8. bekk sem eru með mikla sjálfsvirðingu (self-esteem) fer hækkandi með aukinni íþróttaiðkun (r = 0,19) Svotilaldrei l-2xíviku 3-4x í viku 5x f viku eða oftar fþróttaiðkun þátttöku í íþróttum. Þá gerum við einnig grein fyrir niðurstöðum sem tengjast við- horfum unglinga til líkama síns eða það sem oft hefur verið nefnt líkamsímynd (body-image). Rannsóknir á tengslum sjálfsvirðingar Mynd 2: Hlutfall nemenda í 8. bekk sem eru með mikla sjálfsvirðingu fer hækkandi með hærra mati á eigin getu í íþróttum (r = 0,33) % Neðan meðallags í meðallagi Góður/góð Meðal bestu Mat á eigin getu í íþróttum 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.