Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 17
Sunna Gestsdóttir USAH. á árinu og einokuðu öll mót sumarsins í 100 og 200 m hlaupum. Anægjulegar framfarir urðu hjá öllum þessum stúlkum á þessum vegalengdum og greinilegt er að við búum vel að framtíðarhlaupurum á meðal kvennanna. Svanhildur Kristjóns- dóttir Á, var sú eina sem ógnaði þessum fjórum, er hún komst upp á milli þeirra í 200 m hlaupi á MI. - En Svanhildur ein- beitti sér að 400 m hlaupinu með ágætis ár- angri og vann öll sín hlaup gegn íslenskum keppinautum þar til í Bikarkeppni FRÍ. Þá kom Snjólaug, sá og sigraði og sýndi að þarna er kannski hennar framtíðargrein. Breiddin í spretthlaupum kvenna hefur aldrei verið meiri og efnilegar ungar stúlk- ur í öllum yngri flokkunum eru á leiðinni upp. Millivegalengdir og langhlaup kvenna Fríða Rún Þórðardóttir Aftureldingu sýndi mikið öryggi á hlaupabrautinni. Hún náði góðum tímum og stóð sig vel þegar mest lá við, einsog á Smáþjóðaleikunum, Evrópubikarkeppninni og Evrópumeistara- mótinu. Martha Ernstdóttir ÍR náði lág- marki í þátttöku í 10.000 m hlaupi á HM en gaf ekki kost á sér til keppni vegna veikinda sem hrjáðu hana í allt sumar. Hún setti hins vegar Islandsmet í hálfu mara- Snjólaug Vilhelmsdóttir UMSE Stökkgreinar kvenna Þórdís Gísladóttir HSK ber enn eitt árið höfuð og herðar yfir aðra stökkv- ara Iandsins og stökk 1,87 m innanhúss í há- stökkinu og varð sænskur meistari. Hún náði sér ekki á strik utanhúss fyrr en á HM í Stuttgart þar sem hún stökk 1,84 metra og varð í 24. sæti af 37 keppendum. Hún náði þar með sínum besta árangari á HM, OL og EM. Þórdís sigraði í hástökki á Smá- þjóðaleikunum og Reykjavíkurleikunum. Þóra Einarsdóttir kom næst Þórdísi í há- stökkinu með 1,71 m, þar á eftir kemur fjöldi efnilegra stúlkna með 1,60-1,65 m. Vonandi stöðvast ekki árangur þeirra við þær tölur eins og svo oft hefur gerst í gegnum árin. Sigríður Anna Guðjónsdóttir HSK ein- okaði þrístökkið frant eftir sumri og marg- bætti Islandsmetið. Hún varð fyrst kvenna til að stökkva lengra en 12 metra er hún stökk 12,11 m í Evrópukeppninni í Kaup- mannahöfn. Guðrún Arnardóttir sýndi mikla hörku þegar hún sigraði Sigríði og jafnaði íslandsmet hennar í hörku einvígi þeirra á milli í Bikarkeppninni. Snjólaug Vilhelmsdóttir náði besta ár- angrinum í langstökkinu á árinu, 5,74 m, sem verður að teljast frekar dapur árangur, sem lengsta stökk íslenskrar konu á árinu. Margar stúlkur, yngri sem eldri, geta stokkið 5,30-5,60 með frekar lítilli fyrir- höfn. Ef stökkva á lengra, verður að gjöra svo vel að æfa langstökk af alvöru, - það nægir ekki að stökkva bara einhvem veg- inn úti í gryfju. þoni. Martha á vafalaust eftir að ná sér á strik á hlaupabrautinni á næsta ári. Margrét Brynjólfsdóttir UMSB náði sínum besta tíma í 800 m hlaupi á árinu en hún var ansi mistæk á brautinni. Fjöldi ungra og efnilegra stúlkna er að bæta sig en vantar herslumuninn til að komast niður á tíma sem skera sig úr. Laufey Stefáns- dóttir Fjölni sýndi mest öryggi þeirra yngri en Unnur Bergsveinsdóttir UMSB sýndi einnig góða takta. Grindahlaup kvenna Guðrún Arnardóttir sýndi geysilegar framfarir á árinu og kom Islandsmetinu í 100 m grindahlaupi niður í 13,39 sek, sem er aðeins rúmu sekúndubroti frá Norður- landametinu. Hún hljóp einnig á ágætum tíma í 400 m grindahlaupi, 59,64 og sýndi með því hlaupi að sú grein er jafnvel ekki síðri kostur en stutta grindahlaupið fyrir hana. Guðrún kom mest á óvart allra frjáls- íþróttakvenna í sumar og ánægjulegt er að verða vitni að stórum framfarasporum þar sem keppnisfólk nær að nýta það sem í því býr. Ungu stúlkurnar bættu sig einnig veru- lega í 100 m grindahlaupinu. Sólveig Björnsdóttir Á hljóp á 14,52 sek, Þuríður Ingvarsdóttir á 14,78 sek, Snjólaug Vil- helmsdóttir á 14,69 og Sunna Gestsdóttir á 14,78. Þuríður náði næstbesta tímanum í 400 m grindahlaupi og Valdís Hallgríms- dóttir frá Akureyri kom nú sterk fram á keppnisvöllinn aftur og náði þriðja besta tíma ársins í 400 m grindahlaupi. Margrét Brynjólfsdóttir UMSB. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.