Skinfaxi - 01.12.1993, Blaðsíða 9
loks fyrir hönd UMFÍ fyrir landsmótið
1975. Ég hafði unnið að fleiru fyrir
hreyfinguna þegar hér var komið sögu,
var formaður húskaupanefndar sem
kom upp húsnæðinu að Mjölnisholti
14. Þar komum við okkur upp rúmlega
100 fermetra húsnæði og átti ég þátt í
að koma því máli í höfn. Af framan-
greindu má sjá að ég var ýmsum
málurn kunnugur í hreyfingunni.“
- Hvað voru margir félagar í UMFI
þegar þú tókst við formennsku ?
„Það voru um 20.000 manns. Þá
hafði mikið fjölgað, félagatalan hafði
tvöfaldast á 10 árum. - Hafsteinn
komst vel að orði á þinginu í haust
þegar hann sagði að ekki hafi tekið
hann nema 10 ár að tvöfalda félaga-
fjöldann en mig 14 ár. Nú eru
félagarnir um 45.800 talsins.“
- Hvernig tilfinnig var það var að
taka við fjölmennri hreyfmgu og eiga
að leiða starfhennar?
„Það lagðist strax vel í mig. Þetta
var í svo góðum farvegi og það var
mikill kraftur í framkvæmdastjóranum
Sigurði Geirdal. Við þekktumst vel og
ég vissi að ég ætti eftir að eiga auðvelt
með að starfa með honum. Ég var því
ekkert kvíðinn. Þegar þetta var hafði
hreyfingin verið að þróast talsvert.
Áður en ég byrjaði hafði tíminn farið
meira í að koma ýmsum hlutum af stað
eins og að efla héraðssamböndin og
félögin og koma á skipulegri út-
breiðslu. Það má kannski segja að með
mér hafi komið svolítið aðrar áherslur,
Á íþróttamóti á Blöncluósi. Pálmi slasaðist
fljótlega eftir þetta mót og varð að hœtta
að stunda íþróttir.
í gönguferð við Hrafntinnusker.
meiri áhersla á umhverfismál, þó að
þau hafi alltaf verið ofarlega á baugi.
Ég lagði líka mikið kapp á að efla
íslenskt og kaupa íslenskar vörur.
Göngudagur fjölskyldunnar var verk-
efni sem ég hafði mjög gaman af að
koma af stað. Við höfum alltaf lagt
mikla áherslu á góð samskipti við hér-
aðssamböndin og félögin. Við höfunt
heimsótt þau og mætt alls staðar þar
sem við höfum komið því við, til
dæmis á þing þeirra og þá viðburði
sem hægt var að mæta á. Þetta hefur
tryggt gott samband á milli þjónustu-
miðstöðvarinnar og héraðssamband-
anna - og styrkt í raun báða aðila mjög
mikið.“
Hnippt í kaupmennina
Þessi mynd er tekin í mars 1957, en þá tók
Pálmi þátt í víðavangshlaupi í Reykholts-
skóla.
- Ef við tökum umhverfismálin,
finnst þér áherslan á þau hafa skilað
þeim árangri sem vœnst hafði verið?
„Ég er nokkuð ánægður með árang-
urinn, enda eru þessi mál ofarlega á
baugi hjá mörgum félögum. Ég vildi
þó gjarnan að ennþá meira hefði áunn-
ist í þessum efnum en ég er sannfærður
um að ungmennafélögin munu sinna
umhverfismálum ntikið í framtíðinni.
Þetta er sá þáttur sem allir þurfa að
leggja eitthvað af mörkum í. Það fer
vel á því að ungmennafélagar geri
það.“
Pálmi er frægur fyrir baráttu sína
fyrir því að efla íslenskt. Sjálfur kaupir
hann aðeins íslenska framleiðslu svo
fremi að hún sé fáanleg. Verslunar-
eigendum segir hann gjarnan til synd-
anna á lægri nótunum, ef þeir eru ein-
ungis með erlendar vörur í hillum sín-
um. Og hann hefur erindi sem erfiði,
því þeir taka tillit til slíkra ábendinga.
„Ég er ekkert feiminn við þetta
þegar ég kem í verslanir. Ef ég get
keypt íslenska vöru þá hefur hún alltaf
forgang. Ég vona að baráttan á þessu
sviði hafi skilað einhverjum árangri.
Mér finnst þetta verðugt verkefni fyrir
ungmennafélögin að berjast fyrir. Það
er enginn meiri bölvaldur ungu fólki
en atvinnuleysi. Hver og einn getur
haft veruleg áhrif með þessu móti. Oft
er hér hugsunarleysi kaupmanna um að
kenna en ekki ásetningi þegar íslenska
vöru vantar í hillurnar.“
Skinfaxi
9