Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1993, Side 12

Skinfaxi - 01.12.1993, Side 12
Ungmennasamband Austur-Húnavatnssýslu: Stórbætt aðstaða -til íþróttaiðkunar Stór hluti starfs Ungmennasam- bands Austur-Húnvetninga byggir á íþróttum. Auk þess gengst sambandið fyrir svokallaðri Húnavöku, sem haldin er á vorin og stendur yfir í viku. Þar er sett upp fjölbreytt menningar- og skemmtidagskrá. Húnavakan stendur á gömlum grunni því hún hefur verið árlegur viðburður um 50 ára skeið. „Hún hefur tekið nokkrum breyting- um,“ sagði Valdimar Guðmannsson formaður USAH í spjalli við Skinfaxa, ,,því fyrir svona 20 árum var dansað sjö kvöld í röð. Nú er einungis dansað þrjú kvöld. En þarna eru leiksýningar, mál- verkasýningar, blandaðar kvöldvökur og fleira. Þetta er allt byggt upp af heimamönnum, sem vinna hvert hand- tak í sjálfboðavinnu. Það er mikið starf og má segja að síðasta mánuðinn fyrir Húnavöku fari hver stund, sem aflögu er, til að undirbúa hana.“ í tengslum við Húnavökuna er gefið út samnefnt rit. Það hefur komið út í 33 ár og hefur einkum að geyma fréttir Valdimar Guðmannsson formaður USAH. og fróðleik úr héraðinu. Þar til skipuð ritnefnd á vegum ungmennasambands- ins sér um útgáfuna. Þarna gegnir sama máli og með samkomuna, að öll sú mikla vinna sem inna þarf af hendi er unnin af sjálfboðaliðum. Það getur talist til tíðinda, að sami ritstjórinn hefur séð um Húnavökuna í þau 33 ár sem hún hefur komið út. Heitir sá Stefán A. Jónsson á Kagaðar- hóli. I ritinu eru fréttir af helstu við- burðum ársins. Þá eiga ungmennafé- lögin á svæðinu, svo og önnur félaga- samtök sinn sess í því. Húnvetninga, sem látist hafa á árinu, er minnst. Þarna er því um heimildarit að ræða, sem á vaxandi vinsældum að fagna. Talsvert hefur verið um að fólk hafi viljað kaupa eldri eintök sem það hefur vantað í ritröðina. Því hefur verið farið út í að láta endurprenta fimm árganga, sem áður voru uppseldir. Blómlegt íþróttastarf Eins og áður sagði er mikið og blómlegt íþróttastarf innan vébanda USAH. Sambandið sjálft hefur einkum verið með frjálsar íþróttir, körfubolta og skák á sínum snærum. Aðrar íþróttagreinar hafa svo skipst á félögin á svæðinu. Þannig hefur fótboltinn verið hjá Umf. Hvöt, sem er langstærsta aðildarfélagið af tíu innan sambandsins. A síðasta ári var tekið í notkun nýtt íþróttahús á Blönduósi og færðist þá enn aukinn kraftur í íþróttalífið. Grein- unum fjölgaði frá því sem áður hafði verið. Þá tóku nokkrir vaskir menn og konur sig til, brettu upp ermarnar og breyttu malarvellinum í grasvöll á einni viku! Oneitanlega vel að verki verið. Annar grasvöllur er á svæði Umf. Vorboðans sem er rétt fyrir utan Blönduós. A Skagaströnd er svo mal- arvöllur. Knattspyrnufólkið innan USAH er því hreint ekki illa sett. A sambandssvæðinu eru þrír frjáls- íþróttavellir, á Blönduósi, Skagaströnd og hjá Umf. Vorboðanum. Síðastliðið Þeir sáu um þjálfun frjálsíþróttafólks hjá USAH síðastliðinn vetur,fv. Jón Sœvar Þórðar- son, Calle Jakobsen og Guðmundur Ragnarsson. Calle var einnig framkvœmdastjóri sambandsins. 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.