Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1993, Page 21

Skinfaxi - 01.12.1993, Page 21
dæmis að taka inn þrístökk kvenna en ekki einhverja aðra grein? Umræðan um eðli og umfang lands- mótsins er alltaf í gangi. Það má kannski segja að núna sé stefnan held- ur í þá veru að reyna að hafa umfangið ekki of mikið, reyna að halda því í skefjum - án þess þó að mótið verði á nokkurn hátt fátæklegra en síðustu mót til dæmis“ Sýningargreinar þarf að fara einhvers konar undan- keppni en framkvæmd hennar er ekki ákveðin enn, það er hvort hún fer fram síðustu dagana fyrir mót eða fyrr. Því má ekki gleyma að þessar gömlu og góðu starfsgreinar, sem getið er í landsmótsreglugerðinni eru enn í fullu gildi, eins og pönnukökubakst- urinn til dæmis. Við teljum að nú sé einmitt áhugi fyrir að halda þeim til streitu, þó þær hafi einhvern tíma þótt skjóta skökku við. Mér finnst þetta ein af skrautfjöðrum mótanna.“ Hugsað til mótsins 1965 Landsmótsnefndin hyggst ná til fólks sem tók þátt í mótinu 1965 og minnast þess móts sérstaklega. Starf- andi er nefnd á vegum landsmóts- nefndar, þar sem sitja ýmsir þeir sem Sýningargreinarnar eru ekki alveg komnar á hreint, þegar þetta er skrifað. Siglingarnar eru í umræðunni en Laug- arvatn hentar ekki til siglinga stórra seglbáta. Þá verður að takmarka sig- lingarnar við seglbretti og lilla báta ætlaða unglingum. Seglbretti krefjast aftur á móti mikils vinds sem menn vona að verði ekki meðan á mótinu stendur. Af þessum sökum er óvíst að unnt verði að bjóða upp á siglingar að þessu sinni. Menn eru jafnvel farnir að horfa á það hvort ekki væri unnt að halda þarna róðrakeppni, sem yrði nýj- ung. Það er mikill áhugi fyrir því að hafa hestaíþróttir sem sýningargrein. Þær eru sterkar innan UMFI og eiga sér marga fylgismenn. „Forkeppnin hefur verið í fullum gangi þó að nokkrir erfiðleikar hafi orðið varðandi framkvæmd knattspyrn- unnar,“segir Olafur. „Ég veit ekki annað en búið sé að leysa það og forkeppninni verði lokið tímanlega fyrir landsmótið. Aðrar greinar verða allar á landsmótinu sjálfu að undan- skildum körfuboltanum þar sem fram Stórvirkar vinnuvélar liafa puðað á vœntanlegu landsmótssvœði svo vikum skiptir. Sjálfboðaliðar hafa lagt hönd á plóginn, meðal annars við þökulagningu. kepptu eða tóku þátt undirbúningi og framkvæmd mótsins 1965. Er stefnt að því að þetta fólk geti haft sérstaka aðstöðu á mótsstað til þess að koma saman og einnig að þetta verði til þess að draga fleiri að. Olafur segir að unnið sé mjög markvisst að framkvæmd mótsins og þunginn aukist eftir því sem nær dragi. „Ég hef aðstöðu bæði á skrifstofu UMFI í Reykjavík og síðan á Selfossi. Ég fæ ómetanlega aðstoð úr öllum áttum því að allir eru tilbúnir til að leggja mér hjálparhönd. Starfsfólk þjónustumiðtöðvarinnar er mér ómet- anlegt, það má segja að það sé atvinnu- fólk á þessu sviði sem ég hef alltaf aðgang að. Mér hefur þótt mjög skemmtilegt og fróðlegt að ræða við þann fjölda umgmennafélaga sem ég hef þurft að leita til í þessu starfi og hitt á förnum vegi. Einkum er spenn- andi að ræða við þessa gömlu baráttu- jaxla úr hreyfingunni, eins og Flafstein Þorvaldsson, Þóri Þorgeirsson, Þor- stein Einarsson og Stefán Jasonarson sem sagði við mig á dögunum: „Láttu ekki hugfallast, vinur ntinn, þó að það hellirigni alveg fram á síðasta dag. ‘ ‘ Ég hef fengið mikla hvatningu í þessu starfi, til dæmis á þinginu á dögunum, slíkt er ómetanlegt. Mig langar líka sérstaklega að nefna þann mikla áhuga og hvatningu sem ég hef orðið var við á Skarphéðinssvæðinu. Félögin þar hafa staðið sig frábærlega og eiga sannarlega ekki eftir að láta sitt eftir liggja við undirbúning og fram- kvæmd landsmótsins.“ Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.