Skinfaxi - 01.12.1993, Side 31
Það er upplagt að lita meðan mamma er í
leikftminni.
Boðið er upp á þrjá erfiðisflokka og
æfir hver hópur tvisvar í viku. A
laugardögum er síðan boðið upp á
svokallaðan þrekhring, - púltíma fyrir
þá allra hörðustu, bæði karla og konur.
Áhuginn ræður ferðinni
Af framangreindu er ekki annað að
sjá en að full nauðsyn hafi verið á al-
menningsdeildinni sem hefur nú fest
sig rækilega í sessi.
„Við setjum ekkert í gang, heldur
byrjum við á því að auglýsa eftir fólki
sem hefur áhuga,“ segir Sigurður. „Nú
erum við meðal annars að þreifa fyrir
okkur um áhuga á badminton, skák og
brids, jafnvel Jeiklist, sem einnig
myndi falla undir okkar deild. Starfs-
íþróttirnar, sem keppt er í á ungmenna-
félagsmótum, myndu líka falla vel
undir almenningsdeildina okkar. Við
höfum jafnvel verið að kíkja eftir
vinnuvélaeigendum sem gætu keppt á
dráttarvélum og trésmiðum sem gætu
tekið þátt í naglaboðhlaupi eða ein-
hverju hliðstæðu, svo dæmi séu nefnd.
Þetta er að sjálfsögðu gert nteð þátt-
töku í landsmóti í huga. Mér finnst
starfsíþróttirnar gefa starfinu mikið
gildi, - eins og línubeitingin, pönnu-
kökubaksturinn og svo framvegis.
Arný Helgadóttir sér um kvennaleikfimina og „puðið. “
Við erum opin fyrir öllum hug-
myndum og bíðum eftir því að fólk
komi til okkar. Við styðjum við bakið
á þeim sem hafa áhuga á einhverju og
vilja fóma tíma í að koma því af stað. I
vetur munum við m.a. standa fyrir
þrettándagleði, ef að líkum lætur.
Deildin stóð fyrir þrettándagleði í
fyrra. Raunar kom hugmyndin upp á
með skömmum fyrirvara. Það var
stúlka frá Vestmannaeyjum sem stakk
upp á þessu og það var ákveðið að slá
til. Við höfðum sáralítinn tíma til und-
irbúnings, en gleðin tókst alveg glimr-
andi vel og leikurinn verður væntan-
lega endurtekinn í vetur. Það er einmitt
á þessum nótum sem almenningsdeild
Fjölnis starfar,“ segir Sigurður Sig-
urðsson.
Vísnaþáttur
Djúpt er á ljóðavinum um þessar
mundir. Vera má að fyrriparturinn
hafi verið erfiður, en þó ætla ég að
skýringin sé fyrst og fremst fram-
taksleysi. Benda má fólki á að hafa
samband við ritstjóra Skinfaxa eða
umsjónarmann þáttarins símleiðis í
stað þess að senda bréf.
Ólfna Gísladóttir í Borgarnesi
sendi eftirfarandi botn:
Landsmótsár og lýðveldis
og loks þú kostið getur.
Við hefjum önd til almættis
allt þá gengur betur.
Næsti fyrripartur er í samræmi við
veðrið á þessum árstíma. Allir ættu að
geta gert botn við hann.
Úti veðrið ólmast grátt
ég inni sit og ljóða.
Ég óska ykkur gæfu og gengis á
nýju ári og hvet ykkur til að huga vel
að hinum örsmáa vísnaþætti. sem
mætti að ósekju vaxa fiskur um
hrygg.
Gleðileg jól.
Inginiundur
Skinfaxi
31