Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 5

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 5
Eflum Skinfaxa Strax í upphafi sáu frumkvöðlar ungmennafélagshreyfingar- innar fram á að erfitt yrði að vinna hugsjónum UMFÍ fylgis án þess að eiga sitt eigið málgagn. Þessir stórhuga menn létu ekki sitja við orðin tóm heldur hrundu hugmynd sinni í framkvæmd. Skinfaxi kom fyrst út í október 1909 og útgáfa blaðsins hefur aldrei fallið niður. Hann er eitt elsta tímaritið hér á landi. I fyrsta tölublaðinu skrifar Helgi Valtýsson ritstjóri meðal ann- ars: „Nú vill „Skinfaxi“ lyfta undir bagga með ungmennafélög- um og reyna af öllum mætti að bæta úr því, sem mest er á- bótavant í starfi þeirra. Tengja saman félögin í sterka starf- andi heild. Hvetja og stæla dug og afl til dáða. Vekja samúð og samhug og opna augu fyrir öllu því, sem gott er og fagurt. - Glæða sumarhug æskunnar.“ Síðan þessi orð voru skrifuð eru rúm 85 ár, en þau eiga vel við enn í dag. Skinfaxi hefur flutt fréttir úr starfi ungmennafélaga og ýmislegt sem þar hefur birst hefur hvergi komið fram annars staðar í prent- uðu máli. Frumkvöðlarnir hvöttu menn til dáða og blaðið á trúlega stóran þátt í einarðri framgöngu ungmennafélaga í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. í þessari löngu sögu Skinfaxa hafa tuttugu einstaklingar gegnt starfi ritstjóra. Margir þeirra urðu seinna þjóðkunnir menn og nægir þar að nefna: Helga Valtýsson, Jónas Jónsson frá Hriflu, Guðmund Gíslason Hagalfn, Eirík J. Eiríksson og Eystein Þor- valdsson. Tvær konur hafa gengt starfi ritstjóra. Una María Óskarsdóttir varð fyrst til að gegna því starfi árið 1990 og Jóhanna S. Sigþórs- dóttir núverandi ritstjóri. Rekstur Skinfaxa hefur oft verið erfiður. Trúlega hefur það fyrst og fremst verið fyrir þrautseigju ritstjóra og helstu velunnara blaðsins að útgáfan féll ekki niður. Á þingi UMFÍ í Mosfellsbæ í október 1989 var mikið rætt um rekstur blaðsins og sýndist sitt hverjum. Blaðið var þá rekið með miklum halla. Heyrðust raddir er töldu að best væri að hætta út- gáfu þess. Það gátu aðrir ekki hugsað sér. Niðurstaðan varð sú að samþykkt var að skipa nefnd til að endurskoða rekstur blaðsins. Var það gert og lauk sú nefnd störfum í byrjun árs 1990. 1 framhaldi af tillögum nefndarinnar var skipuð fimm manna ritnefnd er vinna skyldi að breytingum á blaðinu ásamt ritstjóra. Hægt og bítandi þokaðist í rétta átt, þótt stundum virtist lítið miða. En nú er svo komið að Skinfaxi er rekinn með hagnaði. Sú þróun hefur trúlega ekki gerst að sjálfu sér. Ýmislegt hefur breyst síðan ritnefndin var fyrst skipuð árið 1990. Tveir nefndarmanna hættu að eigin ósk en þau þrjú sem eftir voru hafa unnið skipulega og af óþrjótandi bjartsýni ásamt ritstjóra að málefnum blaðsins. Ýmsar leiðir hafa verið reyndar til að auka áskrift og útbreiðslu. Margar þeirra hafa misheppnast en annað vel til tekist. Nýlega urðu hugmyndir ritstjórnar, að ráða sérstakan mann í út- breiðslu, áskriftar- og auglýsingasöfnun, að veruleika. Vænta má mikils af starfi hans því enn er ýmislegt í rekstrinum sem betur má fara. Undirritaður hefur átt því láni að fagna að fá að taka þátt í end- urskipulagningu Skinfaxa. Allt frá þingi UMFÍ 1989 hef ég, ásamt góðu fólki, unnið að framgangi blaðsins. Þetta tímabil hefur oft verið hálfgerð þrautarganga en með útsjónarsemi, seiglu og mikilli bjartsýni hefur árangur náðst hægt og bítandi, eins og dæmin sanna. Skinfaxi á erindi til allra ungmennafélaga. Markmiðið ætti að vera að blaðið komi inn á öll heimili þar sem ungmennafélagi er fyrir. Því markmiði þyrfti að ná fyrir 90 ára afmæli blaðsins árið 1999. Eg mun á næsta ári hverfa úr ritstjórn Skinfaxa. Ég vil þakka Freygarði Þorsteinssyni, Ólínu Sveinsdóttur og Jóhönnu S. Sig- þórsdóttur fyrir ánægjulegt samstarf að útgáfu blaðsins. Óska ég þeirn velfarnaðar í starfi, svo og öðrum sem vinna að framgangi Skinfaxa í náinni framtíð. Ingimundur Ingimundarson Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.