Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1994, Qupperneq 7

Skinfaxi - 01.12.1994, Qupperneq 7
miklu leyti sem mögulegt reynist. Til dæmis hyggst formaður USAH taka að sér starf framkvæmdastjóra mótsins og verður það ólaunað. Að öðru leyti vísast lil viðtals við formanninn, Valdimar Guðmannsson, annars staðar í blaðinu. Stefnumótun Stefnumótunarnefnd UMFI fjallar um framtíð og stöðu ungmennafélagshreyfing- arinnar og hefur nefndin starfað af fullum krafti við gagnasöfnun og hvers kyns öflun upplýsinga og viðhorfa sem mega koma að gagni við mótun framtíðarstefnu hreyfing- arinnar. Er gert ráð fyrir að lokaskýrslu verið skilað fyrir 39. sambandsþing UMFÍ haustið 1995. Á lýðveldishlaupið hefur áður verið minnst, en framkvæmd þess tókst með miklum ágætum og var mikil og góð kynn- ing fyrir hreyfinguna. Ákveðið hefur verið að stokka upp allt starf Bréfaskólans. Einnig hefur verið ákveðið að leita eftir fleiri eignaraðilunt að honum, en þeir eru nú átta talsins. Bindindisdagur fjölskyldunnar var 26. nóvember 1993. Að honum stóðu Stór- stúka íslands, ásamt fleiri samtökum, þar á meðal Ungmennafélagi Islands. Að hálfu UMFÍ fólst þátttakan í greinaskrifum og áróðri á ýmsum vettvangi. Einnig var farið í Kringluna á bindindisdaginn, þar sem uppskriftum að óáfengum drykkjum var dreift og rætt við fólk. Þá fóru fulltrúar UMFÍ í viðtöl á útvarpsstöðvum. Samskipti UMFÍ við systursamtök á Norðurlöndunum hafa verið mikil og góð á þessu starfsári svo sem endranær. Fulltrúar hreyfingarinnar sóttu aðalfund NSU og stjórnarfundi. Á haustdögum 1993 fóru Þorsteiim Einarsson afhenti Pálma Gísla- syni skrá yfir öll íþrótta- og ungmennafé- lög í landinu. Landsmótsnefnd var ein þeirra nefnda sem stöifuðu á sambandsráðsfundinum. Ekkert áfengi í keppnisferðum 29. sambandsráðsfundur UMFI, haldinn í Grafarvogi 5. nóvember 1994, hvetur ungmenna- og íþrótta- félög, þjálfara og fararstjóra, til þess að sjá til þess að í keppnisferð- um sé áfengi eða önnur vímuefni ekki höfð um hönd. stjórnarmenn og framkvæmdarstjórar nokkurra sambandsaðila í kynnisferð til Hollands. í júlí hafði þjóðdansa- og tónlist- arhópur frá Berea í Kentucky, Bandaríkj- unum, viðdvöl hér í skamman tíma. Tóku tveir fulltrúar UMFÍ á móti hópnum og er hugmyndin að tengjast honum síðar með gagnkvæm skipti í huga. Ungbændaráðstefna NSU var haldin í maí sl. og er nánar sagt frá henni annars Eflum íslenska framleiðslu 29. sambandsráðsfundur UMFÍ hvetur alla íslendinga til að halda vöku sinni hvað varðar kaup á íslenskri framleiðslu. Það getur skipt sköpum fyrir þúsundir Islendinga að íslensk vara sé keypt, fremur en innflutt. Þá felur fundurinn stjórn UMFÍ að halda áfram baráttu undir kjörorðinu „Eflum íslenskt" í samvinnu við sam- bandsaðila og aðra sem áhuga hafa. staðar í blaðinu. Einnig er fjallað um ferð nokkurra forystumanna í ungmennafélags- hreyfingunni á danska landsmótið í sumar. Þá kom hingað til lands hópur forystu- manna frá DGI, systursamtökum UMFI, til að kynna sér uppbyggingu íþróttamála og ungmennafélagsstarfsemi á Islandi, ein- stakar íþróttagreinar og hreyfinguna í heild. Ungntennavikan var að þessu sinni haldin í Danmörku í byrjun ágúst og tók fimmtán manna hópur frá Islandi þátt í henni. Loks má geta þess að Ungmennafélag Islands er nú orðið fullgildur aðili að NORDLEK, sem eru samtök þjóðdansafé- laga á Norðurlöndum. Formaður UMFI afhenti þeim Þóri Har- aldssyni og Olafi Erni Haraldssyni staifs- merki UMFI á sambandsráðsfundinum. Skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.