Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1994, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.12.1994, Qupperneq 19
Frá stofnfundi Ungmenna- og íþróttafélags Bakkafjarðar. Nýtt ungmennafélag á Bakkafirði: Bætt íþróttaaðstaða „Það hefur oft verið talað um að stofna ungmennafélag hér, en það hefur ekkert orðið af því fyrr en nú,“ sagði Gunnþórunn Steinarsdóttir formaður nýstofnaðst ung- mennafélags á Bakkafirði. Hefur það hlot- ið nafnið Ungmenna- og íþróttafélag Bakkafjarðar. Að sögn Gunnþórunnar var það skóla- stjóri grunnskólans á staðnum, Valbjörg Jónsdóttir sem átti frumkvæðið að stofnun félagsins. Hún fékk nokkra með sér í und- irbúningsnefnd, þar á rneðal Gunnþórunni, til að kanna áhuga fólks fyrir stofnun ung- mennafélags á staðnum. Hann reyndist vera fyrir hendi og var þá ákveðið að ganga til verks. „Hugmyndin hafði verið til staðar, en það vantaði bara einhvern til að hrinda henni í framkvæmd," sagði Gunnþórunn. Næsta skrefið var að bera auglýsingu um stofnfund í hús. Hann var síðan haldinn sunnudaginn 2. október sl. A hann mætlu - er efst á verkefnalistanum um 40 manns og gerðust 37 stofnfélagar. I stjóm voru kjörin: Gunnþórunn Steinars- dóttir, formaður, Díana Ægisdóttir, Arndís Einarsdóttir, Áki Guðmundsson og Hjálm- fríður Björk Bragadóttir. Fótboltavöllur og glímukennsla „Tilgangur þessa félags er að efla fél- agsstarf, tómstundastarf og íþróttastarf í þorpinu. Það hefur ekki verið nógu mikið um slíka starfsemi. Hún hefur verið með daufasta móti yfir vetrartímann,“ sagði Gunnþórunn. „Meðal þess sem er á stefnu- skránni er að koma hér upp almennilegum fótboltavelli. Hér hefur verið töluverður áhugi fyrir fótbolta í gegnurn tíðina en fjár- magnið hefur vantað. Það hefur meir að segja ekki verið gengið frá lóðinni f kring- um grunnskólann enn sem komið er, en við ætlum að gera okkar til að það komist í lag. Á næstunni ætlum við að fara af stað með glímukennslu fyrir börnin í grunn- skólanum. Við höfum einnig áhuga á að koma af stað körfubolta. Þá er félagsmála- námskeið á dagskránni, en það verður lík- lega afstaðið þegar þetta kemst á prent, reynist nægur áhugi fyrir hendi. Við ætlum einnig að efna til handíðanámskeiða, en þau eru alltaf vinsæl fyrir jólin. En við ætl- um ekki að ráðast í alltof mikið til að byrja með.“ Gunnþórunn sagði að talsverður íþrótta- áhugi hefði verið á Bakkafirði í gegnum tíðina og væri hann alltaf að aukast. Að- staðan væri hins vegar léleg. Heilsuvakning væri nú orðin áberandi á staðnum og hefðu t.d. allmargir tekið sig saman um að fara út að ganga á hverju kvöldi. Ungmenna- og í- þróttafélagið myndi að sjálfsögðu styðja við alla slíka starfsemi eftir föngum. Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.