Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.12.1994, Blaðsíða 20
Sigurjón Bjarnason: Ferð á landsmót hinna dönsku ungmennafélaga Á nýliðnu sumri var sögumaður þessa þáttar valinn til þess að heimsækja lands- mót ungmennafélaganna ásamt nokkrum öðrum vöskum íslenskum ungmennafélög- um úr öllum landsfjórðungum. Verkefnið var forvitnilegt, því að mikið hafði ég heyrt um hin dönsku landsmót, en aldrei átt þess kost að upplifa þau. “UMFÍ-liðið“ byrjaði á því að hittast í Fellsmúlanum, þjónustumiðstöð UMFÍ, daginn fyrir brottför, þar sem að Sæmund- ur framkvæmdastjóri lagði línurnar. Hafði hann mestar áhyggjur af því að menn gleymdu að skemmta sér, en ferðin var skipulögð sem fræðslu- og kynnisferð, ef að einhver sú nýiunda sem fyrir augu kynni að bera, gæti nýst þeim sem standa fyrir landsmótum innan hinnar íslensku ungmennahreyfingar á næstu árum og ára- tugum. Ábyrgðin var sem sé þung, sem lögð var á herðar þessa 11-manna hóps. Enginn kveinkaði sér þó, en ekki var laust við að ferðafélagarnir væru svolítið upp með sér, jafnvel tilbúnir að koma heim með tillögur að stórfelldum breytingum á landsmótshaldi UMFÍ. Allt liðið skilaði sér út á Keflavíkur- Hugvöll daginn eftir, auk ágæts fulltrúa frá Olís hf, Ragnheiðar Bjarkar Guðmunds- dóttur, en hún fylgdi hópnum þeirra erinda að kynnast eðli og starfi ungmennahreyf- ingarinnar, vegna samstarfs sem verið er að byggja upp milli fyrirtækis hennar, Olís hf., og UMFÍ. Er óhætt að segja að „ung- frú 01ís“, en og hún var gjarnan kölluð, hafi verið eins konar krydd í hópinn, því að fljótt kom í ljós að hér var á ferðinni bráðskemmtilegur og hæfileikaríkur ferða- félagi, sem ekki lagði það í vana sinn að setja ljós sitt undir mæliker. Eins og myndasaga Segir nú ekki af ferðum sendinefndar- innar fyrr en komið var í Nýborg á Fjóni, eftir flugferð, lestarferð og ferjusiglingu, á 12. tímanum fyrir miðnætti, 2-3 tímum á eftir áætlun. Þennan tíma hafði fulltrú DGI, hinnar dönsku ungmennahreyfingar Ove Kjeldsen, beðið þolinmóður eftir okk- ur. Ove er þægilegur í viðmóti, brosmildur og greinilega ungur í anda, hress karl á miðjum aldri. Vorum við drifin upp í rútu, síðan ekið til tómstundahúss eða félags- heimilis í þorpinu Ferritslev, þar sem við áttum eftir að gista landsmótsdagana. Fer- ritslev er sunnarlega á Fjóni, ekki langt frá Svendborg, landsmótsstaðnum í ár. I endurminningunni eru næstu dagar eins og myndasaga í ævintýrablaði, alls ólík daglegu lífi okkar ferðafélaganna, full af spennandi atburðum, skrautsýningum, söng, dansi, listviðburðum og ekki má gleyma íþróttunum, þar sem ýmist var háð hörð keppni eða brugðið á léttan leik. Á hverri mínútu bar eitthvað nýstárlegt fyrir augu. Munurinn var sá að í stað þess að vera áhorfendur, lesa ævintýrið upp úr blaði, tókum við þátt í því og upplifðum atburðina sjálf. Setningarathöfnin var sérlega glæsileg. Skrúðganga þátttakenda ætlaði aldrei að taka enda, fólkið bókstaflega fossaði inn á leikvanginn undir taktfastri tónlist. Á end- anum var völlurinn bókstaflega troðinn af fólki, þar sem hver einstaklingur hafði yfir að ráða fleti sem var 45x45 cm að flatar- máli. Undir ræðum og samstilltum söng skemmtu þátttakendur sér við að tollera hvern annan, mátti sjá þá skutlast upp úr breiðunni, án þess þó að neitt rugl kæmist á raðirnar. Stundum var þeim ekki kastað beint upp í loftið, heldur lárétt yfír hausa- mótum nokkurra. Ekki veit ég um lending- una. Bylgjuhreyfingar í áhorfendastæðum voru iðkaðar linnulítið og fóru hring eftir hring í kring um fólksmergðina niðri á flatneskjunni. Trú hlutverki okkar reyndum við að dreifa okkur um landsmótssvæðið, þannig að við kæmum heim með sem mesta vit- neskju af þessum stórviðburði, en keppni og sýningar áttu sér stað víða um borgina (Svendborg), þó að mest væri um að vera við aðalleikvanginn í útjaðri borgarinnar, þar sem sýndar voru fimleikasýningar stanslaust alla landsmótsdagana. Þess á milli mæltum við okkur mót, gjarna á mál- tíðum í matartjöldunum, þar sem tugir þús- unda gesta og þátttakenda gátu fengið að borða á undraskömmum tíma. Það voru Dönsku járnbrautimar sein stóðu fyrir fæð- issölu, en þær höfðu tekið að sér allar veit- ingar á mótinu sem verktaki. Söguleg þátttaka Meðal annars voru nokkrir úr fulltrúar DGI í undirbúningsnefnd landsmótsins Þama mátti meðal annars sjá fimleikahóp frá Islandi með íslenska fánann blaktandi við hún. 20 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.