Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 30

Skinfaxi - 01.12.1994, Page 30
BARNASIÐAN Halló krakkar! Hér eru þrautir sem þið hafið vonandi gaman af að spreyta ykkur á að leysa. Það styttir biðina eftir jólunum. Sumar eru svolítið snúnari en aðrar, en þá er um að gera að gefast ekki upp. Það er nefnilega alltaf gaman þegar maður hefur sigrast á erfiðri þraut. Sjálfsagt eruð þið öll farin að hlakka til jólanna. Það þekkja allir tilfinninguna sem grípur mann þeg- ar hátíðin gengur í garð klukkan sex á aðfangadag. Þá nær margra daga tilhlökkun hámarki. Jólaundir- búningurinn er að baki og allir komnir í hátíðar- skap. Svo dregur að áramótum, árið 1994 er kvatt og við tekur nýtt ár með nýjum ævintýrum. Þá er gott að líta til baka og hugsa um það helsta sem gerðist á gamla árinu, það það sem tókst vel og hitt sem hefði mátt fara betur. Það er góður siður að einsetja sér að nota nýtt ár til að reyna að bæta úr því sem miður hefur farið. Skinfaxi óskarykkur gleðilegra jóla og gœfuríks, nýs árs. HVAÐA HLUTIR EIGA SAMAN? Hér eru 18 mismunandi hlutir. Getur þú fundið hvaða tveir hlutir passa saman? HVER ER ALVÖRUJÓLASVEINNINN? Hér eru níu jólasveinar. Einn þeirra er alvörujólasveinn, en hinir eru bara að plata. Til að auðvelda þér að finna þann rétta færðu að vita nokkur atriði: 1. Hann er ekki með skegg. 2. Hann er ekki að renna sér á skíðum. 3. Hann er í tréskóm. 4. Hann er í röndóttum sokkum. É HVAÐA HNÚTAR HALDA? Hér eru átta hnútar. Sumir rakna upp, þegar togað er í endana, en aðr- ir halda. Getur þú fundið út hverjir „alvöruhnútarnir" eru? Ef þú ert í vafa getur þú búið til eims hnúta og athugað hverjir halda. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.