Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 5
Að vera ung-
mennafélagi
Ágætu lesendur.
Það er tvennt sem mig langar til að játa fyrir ykkur. Ann-
að er hversu stoltur ég er af því að vera ungmennafélagi.
Hvort heldur sem tekið er þátt í íþróttum, leiklist, umhverf-
isverkefnum eða einhverju öðru ungmennafélagsstarfi, þá
finn ég ekki aðeins lífsfyllingu.
Eg er líka að aga og þroska sjálfan mig og taka þátt í að
skapa betra samfélag til að lifa í. Að vera ungmennafélagi
er nefnilega lífsviðhorf og ég fullyrði, að þetta lífsviðhorf
og það mikla starf sem ungmennafélagar inna af hendi verð-
ur einstaklingnum til gleði og þroska og samfélaginu til
gagns. Já, ég er stoltur af því að vera ungmennafélagi og ég
vona, og ég veit, að svo er um ykkur líka. Það er svo sannar-
lega ástæðatil!
Svo er það hitt, sem ég er ekki stoltur af. Það er að vera
bindindismaður. Það er ekki nokkur ástæða til að hreykja
sér af þeirri sjálfsögðu ákvörðun að neyta ekki áfengis og
Þfa lífinu lifandi með óbrengluð skilningarvit. En ég
skammast mín stundum pínulítið og líður illa vegna vina
minna sem sýna það dómgreindarleysi að ætla börnum sín-
um að neyta ekki vímuefna, en neyta sjálfir áfengis.
Stórmerkar rannsóknir félagsvísindastofnunar Háskóla Is-
lands sýna, að þátttaka í íþrótta- og félagsstarfi er öflug for-
vörn gegn áfengisneyslu. Þess vegna skammast ég mín
meira fyrir að við, sem íþrótta- og félagshreyfing, skulum
ekki taka einarðari og ákveðnari afstöðu gegn áfengisneyslu.
Og ég roðna af skömm yfir að hafa setið þegjandi hjá er
HSÍ og forsvarsmenn bæjarfélaga sýndu þá lítilmennsku og
heimóttarskap að hafa áfengisveitingar á íþróttamóti. Hvar
ætla menn að draga mörkin hér eftir. Hvenær verður opinn
bar á Landsmóti?
Eg skora á alla ungmennafélaga að taka einarða afstöðu
gegn áfengisneyslu, mesta heilbrigðisvandamáli þjóðarinn-
ar og mestu ógn við framtíð ungs fólks. Þegar við höfum
gert upp hug okkar og tekið afstöðu í orði og verki, þá höf-
um við áreiðanlega enn meira til að vera stolt af.
íslandi allt,
Matthías Lýðsson.
Eftirtaldir aðilar
styrkja umhverfis-
verkefni UMFÍ1995
UMHVERFIÐ
í OKKAR HÖNDUM
Vífilfell
Stuðlahálsi 1
Hitaveita Reykjavíkur
Islenska Útvarpsfélagið
Hrói höttur
Verslunarmannafélag
Reykjavíkur
Kringlunni 7
Litla kaffistofan
Svínahrauni
Hveragerði
Skinfaxi
5