Skinfaxi - 01.05.1995, Side 12
Með kríngluna, spjótið og kúluna.
fyrir tveim árum, enda er ekkert langt síðan
ég byrjaði að æfa af krafti. Ég hafði aldrei
möguleika á því, því ég var alltaf að vinna
á sumrin inni í Búrfelli, eða öllu heldur inni
á afrétti. Ég gat ekki verið að fá frí í vinn-
unni sínkt og heilagt til þess að fara á æf-
ingar. Svo voru æfingarnar á Selfossi kl. 5
eða 6 á daginn, en ég var að vinna til 7. Það
sér hver maður hvernig það kom heim og
saman, svo það var ekkert hægt að kenna
leti í mér um. En menn skildu ekkert í þess-
um manni sem kom beint úr vinnunni á
mótin, vann, og fór svo aftur. Þeim fannst
að hann ætti að æfa meira.“
Svo gerðist það sem margir höfðu beðið
eftir, Jón Amar fór að æfa. „Mig langaði
til að sjá hvað ég gæti gert ef ég æfði vel
og það virðist hafa virkað. Ég hætti ekkert
núna, því ég vil sjá hvað ég næ langt. Þetta
er orðið miklu meira heldur en ég bjóst
við.“
Jón Amar á ekki langt að sækja íþrótta-
áhugann. Móðir hans, Þuríður Jónsdóttir,
var frægur íþróttagarpur innan HSK. Sama
má segja um bræður hennar Guðmund,
Sigurð og Kára Jónssyni. Þau systkinin
sigruðu oft á landsmótum hér áður og
sýndu mikið keppnisskap og dug.
„Þau hafa mikinn áhuga á því sem ég er
að gera og em vel með á nótunum," segir
Jón Amar og þykir auðheyranlega gott að
hafa fjölskylduna með í baráttunni. Hann á
tvö systkin, 19 ára systur og 11 ára bróður.
Systirin er á kafi í hestaíþróttum og bróðir-
sér jörð og byrja að búa. „Mér datt þetta
svo sem einhvern tíma í hug,“ segir Jón
Amar. „En ég var víst ekki nógu staðbund-
inn til að úr því gæti orðið. Það var líka
alltaf mikið ferðablóð í mér. Á tímabili var
ég aldrei heima hjá mér, heldur í jeppa-
ferðum hingað og þangað. Ég var hálfgerð-
ur jeppakarl og er enn. Ég fór mikið um
hálendið, en það hefur minnkað mikið þar
sem tíminn fer að miklu leyti í æfingar."
Jón Arnar hefur aldrei átt eigin jeppa.
En hann hefur hafíst handa við að bæta úr
því.
„Ég hef verið að dunda mér við að
smíða einn, gamlan Willis-jeppa, árgerð
65. Nú stendur hann hálfgerður fyrir norð-
an, því ég hef engin tök á að vinna neitt í
honum núna.“
Hugurinn er bundinn við fleira en
íþróttir og jeppasmíðar. Jón Arnar hefur
einnig gaman af veiðiskap. Hann skyldi þó
ekki vera einn þeirra sem kaupa sér fokdýr
veiðileyfi í bestu ám landsins?
„Nei, nei,“ segir hann og skellihlær að
tilhugsuninni. „Mesta sportið hjá mér var
að stelast í smásprænu heima, þegar ég var
á spenningsaldrinum. En ég hef gaman af
að stunda skotveiði og fer á rjúpu og gæs á
hverju ári.“ Og nú er hann trúlofaður
stúlku á Sauðárkróki, Huldu Ingibjörgu
Skúladóttur. Þau eru að byggja sér sameig-
inlega framtíð og möguleikamir eru ýmsir.
„Ef til vill förum við til útlanda þegar
Olympíuævintýrið á næsta ári er búið. Það
inn „á fullu" í öllum íþróttum sem hann
kemst í að stunda.
Ekki nógu staðbundinn
Einhvem tíma hvarflar að flestum þeim,
sem fæddir eru og uppaldir í sveit, að fá
Eftir liarða keppni í grindahlaupi.
12
Skinfaxi