Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1995, Side 16

Skinfaxi - 01.05.1995, Side 16
Frá opnunarhátíðinni á Akureyri. A myndinni eru m.a. Þórir Jónsson, formaður UMFI og Björn Bjarnason menntamálaráðherra. kílómetra eða synda 200 metra. Eftir 25 þátttökur fær sá sami bronsverðlaun, eftir 50 skipti silfur og gullverðlaun eftir 75 skipti. 100.000 í verðlaun Hjá félögunum eru verðlaun einnig veitt á grundvelli þátttöku og vinna tvö félög til verðlauna. Annarsvegar vinnur það félag sem fær flesta til að taka þátt í Landshreyf- ingu '95 og hinsvegar það félag sem fær flesta til að taka þátt í verkefninu miðað við íbúafjölda á félagssvæðinu. Hvort fé- lag um sig fær 100.000 krónur í verðlaun. I Lýðveldishlaupinu í fyrra fékk Ung- mennafélagið Fjölnir flesta til að vera með en Iþróttafélagið Höfrungur á Þingeyri var með mesta þátttöku í hlaupinu miðað við fbúafjölda. Opnunarhátíð Landshreyfingar '95 var að þessu sinni við sundlaug Akureyrar. Allur undibúningur tókst mjög vel og stefndi allt í skemmtilega dagskrá þar sem meðal annars; Magnús Scheving, þolfimi- meistari og kór Glerárkirkju komu fram. En þá ákváðu veðurguðirnir að hella úr nokkrum vatnsfötum og litlu máli skipti hvort þátttakandi ætlaði að taka þátt með því að synda eða hlaupa - allir voru jafn blautir. En þrátt fyrir rigninguna náðist upp góð stemmning og eftir að Magnús Scheving hafði hitað þátttakendur upp setti Björn Bjarnason, menntamálaráðherra Landshreyfingu '95 með formlegum hætti. 21 sinni kringum hnöttinn Frá og með opnunarhátíðinni á Akureyri hefur þátttakendum fjölgað jafnt og þétt og eru þeir nú orðnir á annan tug þúsunda. í fyrra gerði íslenska þjóðin sér lítið fyrir og fór 20 sinnum kringum hnöttinn í Lýðveld- ishlaupinu og í ár hljótum við að vilja fara lengra. Hver veit nema Islendingar fari 21 sinni kringum hnöttinn í sumar. F.h. UMFÍ Jóhann Ingi Arnason. Opnunarhátíðin Akstur á eigin ábyrgð Ein athyglisverðasta nýjungin í for- vamarstarfi VIS er án efa umferðarfundir með ungu fólki undir kjörorðunum „Akst- ur á eigin ábyrgð". Fundirnir, sem fjalla m.a. um skelfilegar afleiðingar umferðar- slysa, eru haldnir í samstarfi við SEM- samtökin og lögregluna og eru ætlaðir ungu fólki á aldrinum 15-25 ára. Dagskrá fundarins samanstendur af viðtölum við fómarlömb umferðarslysanna, reynslusög- um lögreglumanna og frásögn einstak- lings í hjólastól sem lamaðist eftir um- ferðarslys. Fundarherferðinni var ýtt úr vör haust- ið 1994 og hafa yfir 2000 ungmenni sótt fundina þegar þetta er ritað í lok júní 1995. Ætlunin er að ná til ungs fólks um land allt og heimsækja flesta stærri þétt- býlisstaði. Samstarf VÍS og UMFÍ hófst í maí og er tvíþætt: Vátryggingafélag ís- lands veitir UMFI fjárhagslegan stuðning við „Landshreyfingu ‘95“ (sjá umfjöllun) og ungmennahreyfingin í landinu sér um að bera út dreifibréf og skipuleggja fund- ina á landsbyggðinni. Fundirnir hafa hvar- vetna vakið athygli og aðsókn verið góð en um miðjan júlí vom m.a. Austfirðir og Norðurlandið að baki. Á sama tíma hefur VÍS staðið fyrir kynningum á barnabíl- stólunum sem félagið leigir út en þess má geta að á einu ári hafa verið leigðir út um 2.500 stólar. 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.