Skinfaxi - 01.05.1995, Blaðsíða 29
Hestaferðir um landið eru mjög vinsœlar meðal lslendinga og útlendinga.
í hestaferð
Malín er 18 ára og er frá Hrafnseyri.
Hún vinnur á Hraunbóli sem er bóndabær í
2 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri. A
bænum eru hestaleiga og bændagisting.
Hjónin á bænum heita Bjartmann Omars-
son og Unnur Ragnarsdóttir. Þau eiga tvo
stráka, annar heitir Guðjón og er 12 ára og
hinn heitir Rögnvaldur og er 10 ára.
A Hraunbóli eru 50 reiðhestar og 50
ótamin hross, en hjónin hafa ekki neinar
kindur. Á Hraunból koma oft íslenskir og
útlendir ferðamenn til þess að fara á hest-
bak og í útreiðartúra að Systrastapa, sem er
stórt bjarg vestan við Kirkjubæjarklaustur.
1 dag klukkan hálffimm kom vinafólk
Bjartmanns og Unnar frá Danmörku. Þau
heita Emile og Morten. Þau ætla að vera
hér í fjórar vikur og ætlunin er að fara með
þau í hestaferð kringum Vatnajökul, norður
fyrir Hofsjökul, yfir Þjórsá og heim. Þetta á
eftir að verða löng ferð. Við tókum á móti
þeim með íslenskum réttum. Þau fengu
hangikjöt og svo skyr og rjóma í eftirmat.
Þeim fannst maturinn mjög góður. Þau
spurðu hvort þau fengju ekki einhvern tíma
að smakka svið. Unnur hélt það nú. Næsta
dag fórum við í útreiðatúr til að venja fólk-
ið við hestana.
Við skiptumst á um að hringja í fólk til
að biðja um leyfi til að fá að tjalda. Það
þarf að fá leyfi fyrir beitarlandi fyrir hest-
ana í svona ferðalögum. Síðan skoðuðum
við kort, skipulögðum leiðir og athuguðum
merktar slóðir. Við verðum að fara um við-
urkenndar reiðgötur því það er ekki til fyr-
irmyndar að skilja eftir vegsummerki eftir
30 - 40 hross.
Við þurfum að taka með okkur hlý föt
og regnföt ef það skyldi nú rigna því ís-
lensk veðrátta er misjöfn. Einnig þarf að
hafa meðferðis skeifur og jámingaáhöld, ef
skeifa losnar. Við útveguðum okkur pens-
illín og sáravatn hjá dýralækninum ef eitt-
hvað skyldi henda hestana. Flugnanet tök-
um við með ef svo óheppilega skyldi vilja
til að við lentum í mýi, sem mikið getur
verið af nálægt ám og vötnum. Mat handa
okkur og hey fyrir hestana, talstöð ef eitt-
hvað kæmi upp á, til dæmis ef einhver
skyldi slasast illilega og það þyrfti að kalla
á þyrlu. Síðast en ekki síst tökum við með
rafmagnsgirðingu til þess að setja upp þeg-
ar við emm að borða nestið okkar, einnig á
næturnar, þar sem ekki eru beitarhólf til
staðar.
Allt gekk nú slysalaust, þar til hann
Morten flaug af honum Loga. Þegar Mort-
en var að fara á bak, datt hann af hinum
megin. Hann meiddist ekkert við þetta og
hoppaði bara aftur á bak og hló. Um kvöld-
ið vomm við með svið í kvöldmatinn. Öll-
um fannst það gott. Eftir kvöldmatinn vom
svo ýmis lög sungin og síðan var farið að
sofa.
Næsta dag komurn við að vatninu sem er
við Fjórðungsöldu. Þar var mikið mý. Hest-
urinn sent Ragnheiður, systir Unnar, var á
fældist og hún datt af baki. Hún var svo
óheppin að hesturinn hljóp að vatninu og
hún datt út í það.
Næstu fimm dagar gengu mjög vel. Við
stoppuðum á Hveravöllum og fómm þar í
heita pottinn. Við gistum svo á Hveravöll-
um. I Hekluhrauni varð slys. Hann Sverrir
vinnumaður missteig sig svo illa að hann
fótbrotnaði og í fallinu datt hann á miðl-
ungs stóran stein og fékk heilahristing.
Bjartmann brást skjótt við og hringdi strax
og bað um aðstoð þyrlu. Hún kom eftir 10
mínútur, en Bjartmanni fannst það vera
hálftími.
Síðan var ákveðið að gista á Hlíðarenda
þar sem kappinn Gunnar Hámundason bjó.
Þar fékk Unnur að hringja í Borgarspítal-
ann og fékk hún þær fréttir að Sverrir væri í
aðgerð. Hún lét sjúkraliðann, sem svaraði
henni, fá númerið á Sólheimum, því þar
ætluðu þau að gista næstu nótt. Hún bað
hann að hringja í sig þegar Sverrir væri bú-
inn í aðgerðinni.
Næsta dag vildi Unnur ólm fara af stað
heim og vom þau komin í Sólheima klukk-
an 4, því þau lögðu af stað klukkan 12 á há-
degi. Það hafði ekki verið hringt í Sólheima
svo Bjartmann hringdi og fékk þær fréttir
að Sverrir væri á batavegi, en hann þyrfti
hugsanlega að vera þrjár vikur inni á spítal-
anum, því hann væri það illa slasaður.
Og þegar komið var að kveðjustundinni
voru þau öll saman komin, Unnur, Bjart-
niann og strákamir. Þau ætluðu að fara með
Morten og Emile suður til Reykjavíkur til
þess að heimsækja Sverri.
Hrefna Reynisdóttir,
Laugarbakkaskóla.
Skinfaxi
29