Skinfaxi - 01.05.1995, Qupperneq 34
Bændaglíman mikla
Allir viðstaddir stjórnannenn Glímusambandsins tóku þátt í bœndaglímunni. Frá vinstri.
Jón M Ivarsson ritari, Rögnvaldur Olafsson formaður og Hjálmur Sigurðsson gjaldkeri.
varð önnur. Soffía Bjömsdóttir varð þriðja
og síst voru nein vettlingatök í þessum
flokki, enda keppnin spennandi.
Þær Rakel Theódórsdóttir frá Laugar-
vatni og Inga Gerða Pétursdóttir úr Mý-
vatnssveitinni tókust á um sigurinn í
telpnaflokki og hafði Inga Gerða betur.
Þótti frækilegt er hún lagði Rakel, sem er
talsvert hávaxnari á klofbragði. Það hefur
hún náttúrlega numið hjá föður sínum,
Pétri Yngvasyni, sem er aðalþjálfari Þing-
eyinga. Þriðja varð eina stúlkan í stráka-
hópnum frá Sauðárkróki, Tinna Björk
Guðmundsdóttir. Tinna er stór og sterk og
þótti lakast hvað stelpumar á Sauðárkróki
eru óduglegar að glíma svo hún fékk enga
með sér í keppnina.
I meyjaflokknum glímdu einungis sunn-
lenskar valkyrjur og var keppnin afar tví-
sýn. Bikarmeistarinn frá því í vetur, Mar-
grét Ingjaldsdóttir sigraði nokkuð ömgg-
lega, enda vel að manni og hefur æft af
dugnaði í vetur. Næst kom jafnaldra henn-
ar Dröfn Birgisdóttir en það má heita fast-
ur liður á glímumótum að þær geri jafn-
glími því svo flínk er Dröfn í vöminni að
Margrét kemur henni helst aldrei í gólfið
þrátt fyrir nokkum styrkleikamun. Brynja
Gunnarsdóttir sígraði Magneu Svavars-
dóttur af harðfylgi í úrslitaglímu um þriðja
sætið en allar viðureignir vom jafnar og
spennandi.
I léttari kvennaflokknum sigraði Kar-
ólína Olafsdóttir Katrínu Astráðsdóttur fé-
laga sinn úr HSK nokkuð örugglega en
fleiri vom ekki í flokknum. Karólína er án
vafa fjölhæfasta og sterkasta glímukona
landsins og hefur ekki tapað viðureign á
árinu. Katrín er yngri og ekki jafn sterk
enn sem komið er en afar glímin og kjörin
efnilegust meðal yngri kynslóðarinnar á
síðasta ári af stjórn Glímusambandsins.
í þyngri flokknum sigraði Ingibjörg
Björnsdóttir HSÞ eftir harða keppni við Jó-
hönnu Jakobsdóttur Ármanni og Sjöfn
Gunnarsdóttur HSK. Þar skildi á milli að
Ingibjörgu tókst að útfæra hábrögðin betur,
enda sterk og kappsöm og sigraði því verð-
skuldað. Þau yngri fyrir norðan virðast
ætla að fylgja þingeyskri glímuhefð fast
fram. Synir og dætur taka við af feðrum og
lofa góðu fyrir HSÞ og glímuna.
6. bekkur stúlkna. Vinkonurnar úr Grunn-
skóla Skútustaðahrepps sem sigruðu
þrefalt í 6. bekk. F.v. Inga Gerða Péturs-
dóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Brynja
Hjörleifsdóttir.
Þegar keppni lauk var slegið á létta
strengi og efnt til fjölmennrar bændaglímu
meðal allra viðstaddra. Bæði keppendur
og starfsmenn, karlar og konur glímu-
væddust og vom tæplega 50 manns með í
leiknum. Bændur voru þeir Kristján
Yngvason, aldursforseti keppenda og
Rögnvaldur Olafsson formaður GLI sem
var næstelstur. Keppnin var til heiðurs
Rögnvaldi sem hætti nú formennsku eftir
10 ára starf. Þeir kusu sér lið og svo var
glímt allt hvað af tók. Var mikil stemming
meðan glíman fór fram og skemmtu allir
viðstaddir sér konunglega meðan glímt var
til síðasta manns. Þama glímdu stelpur við
stráka, karlar við drengi og stúlkur við
yngissveina. Fór einkum sögum af hvað
hinn ungi Þingeyingur, Sigurður Kjartans-
son var viðbragðsfljótur þegar ungu stúlk-
umar birtust á glímuvellinum. Héldu Sig-
urði engin bönd, hann varð að fá að taka á
þeim. Vakti þetta mikið glens og margar
aðrar skemmtilegar viðureignir. Féllu að
lokum liðsmenn allir og foringjamir báðir
en eftir stóð Ingibergur Sigurðsson einn í
liði Rögnvaldar.
Glímdi 31 kappglímu!
Þar með lauk þessari miklu glímuhelgi
og varla laust við að þeir sem mest höfðu
glímt væru famir að lýjast. Að öðrum
ólöstuðum ætti Þorkell Snæbjömsson hik-
laust að teljast glímukóngur helgarinnar.
Þessi efnilegi glímumaður frá Laugarvatni
glímdi hvorki meira né minna en 31 kapp-
glímu um helgina. Hann keppti í grunn-
skólamótinu á laugardeginum og síðan í
sveitaglímunni um kvöldið. Daginn eftir
var meistaramótið og að lokum bænda-
glíman. Félagi hans, Daníel Pálsson stóð
sig einnig bærilega. Hann glímdi 26 glímur
og þar af 6 í Bændaglímunni sem er frábær
árangur.
34
Skinfaxi