Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1995, Qupperneq 10

Skinfaxi - 01.08.1995, Qupperneq 10
breyst mikið í gegnum tíðina og að undanförnu hafa útgjöld fjöl- skyldunnar aukist verulega vegna æfingagjalda sem íþróttafélögin leggja á börn og unglinga. Björn sagðist ekki hafa hugsað þetta mál en tekur fram að íþróttafélögin verði að afla sér tekna. „Þetta er ein leið fyrir íþrótta- félögin til að afla sér tekna og það er kannski hægt að spyrja; hver annar á að borga en sá sem tekur þátt í starfinu? Félögin eiga held ég ekki annarra kosta völ. Hvað varðar opinbera styrki er um verka- skiptingu á milli ríkis og 10 SKINFAXI sveitarfélaga að ræða. Hlutur ríkisins er lögum samkvæmt minni en sveitarfélaganna. Iþrótta- hreyfingunni hefur sérstakar tekjur af Lottóinu. Við sjáum það líka, að stjörnum er gífurlega vel borgað í íþróttum, sem sýnir að þær hljóta að vera arðbærar." En telur Björn kannski að félögin láti krakkana borga hærri æfinga- gjöld til að safna peningum til að borga „stjörnunum" í meistara- flokki? „Ég hef ekki velt því fyrir mér og þekki það vandamál ekki. Þegar ég var ungur var frekar reynt að smala á æfingar en leggja á gjöld til að hrinda frá." Verkefni og keppni fyrir hinn almenna þátttakanda virðast verða færri með hverju árinu sem líður. Ungmenna- félag Islands, ásamt öðrum, stóðu í sumar fyrir Lands- hreyfingu'95 þar sem almenningur getur tekið þátt og unnið til verðlauna. Björn telur að slík verkefni hafi vaxandi hljómgrunn. „Ég held að öll svona verkefni séu gagnleg. Því miður hefur Lands- hreyfingin ekki verið mikið í umræðunni á almennum vettvangi. Ég hef hins vegar séð að fólk er áhugasamt um þetta, t.d. á sundstöðunum og það hefur verið að láta stimpla í bækur sem verkefninu fylgdu. Það á ekki að aftra mönnum þótt þetta hafi kannski ekki slegið í gegn í ár, maður sér þegar verið er að skipuleggja göngu á Esjuna þá fjölgar ár frá ári. Ég held að verkefni eins og Landshreyfingin hafi mjög mikið gildi og fyrir marga er þetta þakklátt starf. Allir sem byrja að hreyfa sig átta sig á gildi þess. Ég held líka að allt viðhorf gagnvart hreyfingu og heilsurækt hafi breyst verulega á undanförnum árum, nú hugsar fólk miklu meira um heilsuna. Það er t.d. ekki litið skrýtnum augum á fólk sem er úti að hlaupa á almannafæri og menn hugsa frekar í dag: „Þetta ætti ég að vera að gera". Viðhorfið hefur breyst mjög mikið." En nú er Björn kominn á þann aldur að hann man tímana tvenna eins og sagt er. Telur hann að ungmennafélagshreyfingin hafi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.