Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1995, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.08.1995, Qupperneq 14
Hvað segir Isak Tómasson? Isak Tómasson hafði lengi verið meðal þeirra hestu í körfuboltanum á tslandi en hann ákvað í sumar að leggja skóna á hilluna. Isak hefur unnið til margra titla með liði Njarðvíkur og lék vel á síðasta tímabili þegar hann skoraði 7,3 stig að meðaltali í leik. En hverja telur ísak líklegasta til að berjast um Islands- meistaratitilinn í ár? „Deildin verður jafnari en oft áður og í baráttunni verða lið eins og Keflavík, Njarðvík, ÍR og KR. Ég hef nú ekki séð nóg til hinna liðanna til að spá þeim sœti en Borgarnes og Grindavík gœtu hugsanlega blandað sér í baráttuna.“ Hvað lið vinna riðlana? s „Eg vona að það verði Njarðvík eða Kejlavík sem vinna A-riðilinn og œtli það verði svo ekki Grindavík sem vinnur B-riðilitin. “ Hvað finnst þér um þá umrœðu að leyfa tvo útlendinga á lið? „Eg held að það sé alveg nóg að liafa einn eins og þetta er í dag. Kostnaðurinn myndi aukast verulega ef liðin fceru að vera með tvo útlendinga og svo yrði mun erfiðara fyrir íslensku strákana að konuist að í liðunum. “ A-riðill Þrátt fyrir að bikarmeistarar Grindavík séu í B-riðli s virðist A-riðillinn fljótt á litið sterkari. Islands- meistarar Njarðvík mœta eflaust ákveðnir til leiks eftir frekar slakt gengi á undirbúningstímabilinu. Haukar koma reynslunni ríkari og hafa tryggt sér óflugan * útlending. IR-ingar féllu óvœnt út ífyrra en Herbert, Rodhes og félagar œtla sér eflaust lengra í vetur. óvart. Þjálfari liðsins er Reynir Kristjánsson. ÍR Á sínu öðru ári í deildinni gætu IR- ingar virkilega blandað sér í topp- baráttuna. Herbert Arnarson hefur sýnt það að hann er einn besti körfuboltamaður okkar lslendinga en hann skoraði að meðaltali 26,9 stig í leik í fyrra. John Rodhes mun halda áfram að hirða fráköstin þrátt fyrir að hann sé farinn að þyngjast örlítið. Jón Orn mun áfram leika í skugga Herberts en hann skilaði hlutverki sínu mjög vel með liðinu í fyrra. Þjálfari ÍR er John Rodhes. UMFN Þrátt fyrir að meðalaldur liðsins fari ört hækkandi og að Isak Tómasson hafi ákveðið að leggja skónum og verður liðið eina ferðina enn að teljast sigurstranglegt. Rondey Robinson hefur sjaldan leikið betur en í fyrra og Teitur og Valur skila ávallt sínu. Sverrir Þór Sverrisson sem kom frá IBK mun koma til með að styrkja lið Njarðvíkur mikið og þá sérstaklega varnarlega en Sverrir er talinn einn besti varnarmaðurinn í deildinni. Þjálfari liðsins er Hrannar Hólm. ÍBK Falur Harðarson og Guðjón Skúlason munu styrkja liðið mikið. Falur skoraði 18,6 stig að meðaltali í leik fyrir KR í fyrra og þau stig eiga eftir að koma sér vel fyrir Keflavíkurliðið. Davíð Grissom og Lenear Burns verða að leika á fullum krafti í vetur ef Keflavík á að blanda sér í toppbaráttuna. Liðið mun sakna Sverris Þórs. Þjálfari liðsins er Jón Kr. Gíslason. Haul^ar Hafnfirðingarnir ætluðu að vera án útlendings en þegar þeir sáu liðin sem voru í riðlinum þeirra voru þeir ekki lengi að næla sér í einn góðan Bandaríkjamann. Jón Arnar og Pétur Ingvarssynir verða að leika betur en í fyrra og ef Sigfús Gizurarson skilar 19,8 stigum í leik, eins og hann gerði í fyrra, gætu Haukar komið á 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.