Skinfaxi - 01.08.1995, Side 18
Hérna snýst allt um íþróttir
OLAFSFJÖRÐUR
Það má svo sannarlega segja að allt sé á fullu í
íþróttalífinu á Olafsfirði. Leiftursmenn eru í
toppslagnum í knattspyrnunni, bygging nýs
skíðaskála stendur yfir, golfararnir hyggjast
lengja völlinn og bygging nýs félags- og
* *
skrifstofuhúsnœðis UIO er komin á pappírana.
* /
Helga Guðjónsdóttir er formaður UIO en hún
er kennari á staðnum og tók við formennsku
sambandsins í apríl. En hvernig kom það til að
hún tók við?
„Það er þannig að Leiftur tilnefnir
formann UIO og þeir komu að máli
við mig, formaðurinn og vara-
formaðurinn, og báðu mig að taka
þetta að mér. Þeir höfðu heyrt að ég
hafði starfað við þetta áður, en ég
var formaður Geisla í Súðavík áður
en ég fluttist hingað."
Er það mikil aukavinna að vera
formaður UÍÓ?
„Það hefur farið ótrúlega mikill
tími í starfið í sumar. Við sáum um
Landshreyfinguna, Kvennahlaupið,
Umhverfisverkefnið, Friðarhlaupið
og tókum þátt í Unglingalands-
mótinu á Blönduósi, Norðurlands-
mótinu í frjálsum og svo nokkrum
smærri mótum. Þetta hefur verið
töluverð vinna og svo hefur undir-
búningurinn á byggingu UÍÓ-
hússins verið á fullu."
Nýtt UÍÓ-hús? Er þarna verið að
tala um stóra félagsmiðstöð fyrir
allar deildir?
„Þetta yrði félagshús þar sem þær
deildir sem fjármagna bygginguna
verða með aðstöðu. Leiftur, bæði
knattspyrnu- og skíðadeild,
Skotklúbbur Ólafsfjarðar, Skotfélag
Ólafsfjarðar og svo UIÓ. Húsið yrði
hins vegar ekki eingöngu skrifstofu-
húsnæði heldur yrði það einnig
hugsað sem félagsmiðstöð og svo
yrði þar sturtu- og búningsaðstaða
fyrir knattspyrnuvöllinn. Við erum
búin að fá aðvaranir frá KSI fyrir
slaka aðstöðu í kringum knatt-
spyrnuvöllinn og þetta hús mun því
leysa það vandamál jafnframt því að
vera félagsaðstaða og skrifstofu-
húsnæði."
Nú fer eflaust mikill tími í
vinnuna og í starfið hjá UIÓ, er
einhver tími fyrir önnur áhugamál?
„Það er alltaf
tími ef maður
skipuleggur
bara daginn
vel. Það er
auðvitað
fjölskyldan og
starfið - mér
finnst mjög
gaman að
kenna, en svo
er ég líka í kór.
Einnig hef ég
ásamt
nokkrum
konum verið í
bútasaumum
og við vorum
t.d. með sýningu nú í surnar."
Hvernig kom það til að þú fórst
að starfa svona mikið fyrir ung-
mennahreyfinguna?
„Ég hef alltaf verið í íþróttum. Ég
var í fimleikum, frjálsum, sundi,
handbolta og fótbolta. Iþróttirnar
voru númer eitt alveg upp úr
menntaskóla en þá fór ég að búa og
slakaði aðeins á í leiðinni. Ég hef
alltaf verið mikið fyrir útiveru og
stunda mikið göngu og hlaup í dag."
Var ekkert erfitt að koma í nýtt
bæjarfélag og á svo skömmum tíma
taka við formennsku UIÓ?
„Nei, við höfðum búið hérna í tvö
ár áður en ég tók við formennskunni
og ég var alveg ákveðin frá því að ég
fyrst kom hingað að reyna að
kynnast sem flestum og starfa með
fólkinu í bænum. Svo kom þetta líka
í gegnum börnin mín þar sem þau
eru bæði á kafi í fótboltanum og svo
á skíðum á veturna þannig að ég fór
að starfa með foreldrafélögunum
þar. Ahugi minn var til staðar og ég
var alltaf að spyrja og fylgdist vel
með. Mér fannst líka sérstaklega
gaman að starfa hérna þar sem
virknin og áhuginn var svo mikill og
allir virtust viljugir að leggja hönd á
plóginn. Það má eiginlega segja að
maður hafi bara hrifist með."
Er Ólafsfjörður sér á báti hvað
varðar félagsskap í kringum
íþróttirnar?
„Það er alveg sama hvar þú kemur,
hérna snýst allt um íþróttir og það er
mjög erfitt að lýsa þessari upplifun
með fáum orðum. Ég hef nú verið á
mörgum stöðum þar sem
stemmningin hefur verið góð í
kringum íþróttirnar en það var samt
aldrei þessi upplifun sem maður
finnur hér. Það er bara ekki hægt að
lýsa þessu."
Er eitthvað annað á döfinni hjá
ykkur en nýja húsið?
„Við erum að reyna að koma upp
frjálsíþróttadeild. Núna í sumar var
hópur af krökkum sem tók þátt í
mótum og þar virtist vera mikill
efniviður. Við ætlum að reyna að
Helga tók við formennskunni í apríl.
18 SKINFAXI