Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1995, Qupperneq 19

Skinfaxi - 01.08.1995, Qupperneq 19
halda utan um þennan hóp og virkja starfsemina." Með allar þessar virku deildir, verður aldrei samkeppni á milli þeirra um krakkana? „Eg hef ekki orðið vör við það en samt fylgjast. forráðamennirnir vel með því að t.d. bæjarstjórnin styrki eina deild ekkert meira en aðra. Samkeppni um krakkana held ég að sé ekki til staðar enda eru flestir krakkarnir í fleiri en einni íþrótt og þannig á það að vera." Ertu ánægð með árangur íþróttafólksins héðan að undan- förnu? „Þetta er búið að vera alveg meiriháttar að undanförnu. Fót- boltinn hefur verið frábær í sumar og nú keppir Leiftursliðið í toppbaráttunni í 1. deild. A Andrésar Andar-leikunum, sem er nokkurs konar Islandsmót yngriflokka, sendum við 63 keppendur sem komu heim með 67 verðlaun til baka. I hestaíþróttum og golfinu hefur okkur einnig gengið mjög vel og svo má ekki gleyma því að við höfum átt Islandsmeistara úr röðum skotfélagsins." Nú var síðasti vetur mjög harður og snjóþungur. Er ekkert erfitt að OLAFSFJORÐ UR krökkunum frekar frá óheilbrigðu líferni? Leiftursmenn á Unglingalandsmótinu á Blönduósi halda áhuga fólks þegar veðrið er svo slæmt? „Það er alls ekki. Ég vildi kannski sjá meira af almenningi í íþróttahúsinu en annars er alltaf líf og fjör. Skíðin eru auðvitað alla daga á fullu og svo eru inni- æfingar allan veturinn hjá krökkunum." Hvernig sérð þú framtíð íþróttalífsins hérna á Olafs- firði fyrir þér? „Hún er mjög björt. Staðan okkar núna í knattspyrnunni er mjög góð og við vonumst til að halda svo til sama hóp aftur á næsta ári. Skíðin, þar er mjög gott starf og við vonumst til að halda sömu þjálfur- unum og sömu forystunni. A meðan allir hérna í bæjarfélaginu eru svona jákvæðir eins og þeir eru í dag þurfum við engu að kvíða." Telur þú að öll Jjessi uppbygging í íþróttalífinu á Olafsfirði haldi „Ég þori ekki að svara því og það er ljóst að það eru aldrei allir sem fara í íþróttirnar. Við erum nú stundum að tala um það að okkur finnist unglingadrykkja hér vera of mikil en ég þori ekki að fara með það hvort uppbygging íþróttalífsins hafi þau áhrif að færri fari þá leiðina. Hitt er samt víst að ekki skemmir það fyrir að börn og unglingar stundi íþróttir reglulega." Æfum á grasi fjórum vikum fyrr -segir Kristinn Hreinsson, gjaldkeri knattspyrnudeildar. Leiftur Ólafsfirði hefur sýnt það í sumar að þeir eigi 1. deildarsætið svo sannarlega skilið. Leiftur er eina félagið á Norðurlandi sem þetta árið á hð í 1. deild karla en þetta 1200 manna bæjarfélag hefur slegið bæi eins og Akureyri út af laginu. Kristinn Hreinsson, gjaldkeri knattspyrnudeildar Leifturs, segir að allt bæjarfélagið standi við bakið á strákunum og án stuðnings bæjarbúa væri árangurinn ekki þessu líkur. „Við fáum mikinn stuðning frá bæjarfélögum hér á Norðurlandi þar sem við erum eina liðið í 1. deild," sagði Kristinn sem virtist stoltur af sínum mönnum. /,Það er samt stuðningur bæjarbúa sem skiptir hvað naestu máli. Hérna snýst allt um knattspyrnu yfir sumarmánuðina og strákarnir í liðinu eru svo sannarlega hvattir áfram." Leiftursliðið komst í upp í 1. deild árið 1988 en féll þá beint niður aftur. í sumar voru þeir hins vegar reynslunni ríkari og voru nær því að tryggja sér Evrópusæti en að fara niður. „Við erum með miklu sterkara lið núna en árið 1988," sagði Kristinn um Leiftursliðið. „Það er alltaf erfitt að fá góða leikmenn hingað en núna höfum við tryggt okkur góða stráka sem sumir eru alveg fluttir hingað á meðan aðrir eru á Reykjavíkursvæðinu. Við komum líklega alltaf til með að þurfa að æfa á tveimur stöðum en það fylgir þessu og liðin úti á landi verða bara að venjast því." Það er ekki nóg að Ólafsfirðingar séu eina liðið af Norðurlandi í 1. deildinni heldur eru þeir líka eina liðið á landinu sem hefur upphitaðan grasvöll og segir Kristinn að framkvæmdirnar hafi margborgað sig. „Við spiluðum á grasvellinum 29. maí á móti KR en þá var snjór enn yfir öllu hér. Þessar framkvæmdir muna því að við getum byrjað að æfa á grasi fjórum vikum fyrr en nágrannabæir okkar og völlurinn er tilbúinn þegar tímabilið hefst." Þarna er því svo sannarlega á ferðinni lið sem er á mikilli siglingu og hver veit nema að upphitaður völlur, nýtt íþróttahús og góður mannskapur skili Ólafsfirðingum íslandsmeistaratitli á næstu árum. SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.