Skinfaxi - 01.08.1995, Page 26
Ungmennafélagar
leggja sitt af
mörkum við aá
hreinsa lanclið
Þátttakendur í umhverfisverkefni
UMFI einbeittu sér mest að
ströndum landsins en einnig var
töluvert hreinsað meðfram ám og
vötnum. Þörfin á þessu leyndi sér
ekki því mikið af rusli fannst.
Samkvæmt þeim gögnum sem borist
hafa til UMFI var algengasta ruslið
spýtur, pappaúrgangur og plast, t.d.
slitrur af ýmsu plasti, byggingar-
plasti, innkaupaplastpokum og
fleiru. Einnig tíndust til plastílát
undan matvælum, drykkjarvörum
og hreinlætisvörum að ógleymdu
frauðplasti. Þá var einnig mikið um
ýmsan pappa undan neytenda-
vörum, pappakassa og fleira. Einnig
var töluvert af málmílátum eins og
t.d undan drykkjarvörum og olíu.
Vefnaðarvörur, bandspottar, hanskar,
skósólar, skothylki, glerbrot, girni,
gúmmídekk og sígarettustubbar
voru líka algengir aðskotahlutir í
fjöruborðinu.
Af stærri hlutum var töluvert af
netadræsum og fiskikössum. Stór
málmstykki, hlutar af bílhræjum og
bátsflökum fundust einnig en
mismunandi var hvaða tök
þátttakendur höfðu á að fjarlægja
þau. Sums staðar var töluvert af
rekavið sem var látinn vera í flestum
tilfellum.
Hvaðan kemur ruslið?
Með þeim upplýsingum sem safnað
hefur verið er hægt að reyna að rekja
hvaðan ruslið kemur. Uppruna
ruslsins má rekja til umgengni og
neysluvenja okkar, annars vegar á
landi og hins vegar á sjó. Auðvelt er
að átta sig á uppruna sumra hluta
t.d. netadræsa, veiðihylkja, veiðilína
og sígarettustubba. Erfiðara er að
greina uppruna plasts, sumt var
greinilega byggingarplast og
landbúnaðarplast en annað ógreini-
legir plastbútar. Mikið af umbúðum
undan matvælum fannst og er ljós-
lega einhvers staðar pottur brotinn
varðandi söfnun og förgun á þeim.
Mögulegt er að þessu rusli hafi verið
hent í sjó af skipum eða af landi.
Sums staðar er
ekki gengið
nógu vel frá
ruslahaugum og
getur þá ruslið
fokið út á sjó.
Einnig vakna
spurningar um
umgengni
ferðamanna
þegar umbúðir
undan
matvælum
finnast inni í
landi t.d.
meðfram
vötnum og ám.
Sumar fjörur eru hreinsaðar
reglulega en ýmislegt drasl frá sjó
skolast alltaf upp á land og er
Steingrímsfjörður í Strandasýslu
glöggt dæmi þess. Þar er ströndin
hreinsuð reglulega af ungmenna-
félögum en alltaf safnast þar drasl
jafnóðum. Þótt móttaka fyrir rusl af
skipum hafi batnað stórlega á
undanförnum árum hér á landi þá
virðist ekki allt rusl komast til skila.
Þetta er ekki bara innlent vandamál
því borið hefur á því að erlend skip
hafi hent rusli í sjóinn innan
íslenskrar lögsögu sem síðan skolast
upp á land.
Nú beina menn sjónum sínum að því
hvernig hægt sé að koma í veg fyrir
að þetta rusl lendi úti í náttúrunni.
Þá vaknar sú spurning hvernig við
með höndlum ruslið. Förum við með
ruslið á réttu staðina? Með áfram-
haldandi fræðslu og áróðri vekur
það landsmenn til aukins skilnings á
mikilvægi þess að koma í veg fyrir
að rusl sé úti á víðavangi þannig að
rétt meðferð úrgangs verði enn
frekar í hávegum höfð en verið hefur
hingað til.
Rœktun lýðs
Ungmennafélagshreyfingin hefur frá
upphafi starfsemi sinnar sinnt
umhverfismálum af miklu kappi.
Markmiðið er að ná fram viðhorfs-
breytingu meðal almennings til
bættrar umgengni við náttúru lands-
ins. Með því að leiðbeina börnum
um að setja ruslið á rétta staði, fá
þau til að tína rusl, jafnframt því að
huga að hvaðan það kemur, t.d.
sælgætisbréfin og umbúðir af
drykkjarvörum, þá skilja þau betur
mikilvægi ábyrgrar umgengni um
náttúruna. Ræktun lýðs er það sem
hér um ræðir sérstaklega fyrir kom-
andi kynslóð sem er að vaxa úr
grasi.
Anna Margrét Jóhannesdóttir
verkefnisstjóri umhverfisverkefriis
Ungmennafélagið Hvöt fylltu nokkra vagna af rusli og
drasli þegar félagar tóku til á ströndunum.
26 SKINFAXI