Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 17
Umhverfið í okkar höndum
Málþing
Markmið umhverfisátaks UMFÍ var enn og aftur að efla
vitund almennings á ábyrgð sérhvers manns við umhverfi
sitt. Hreinsunarátakið hófst 5. júní s.l. og tóku um 1000
manns þátt í verkefninu með því að hreinsa fjörur og
árbakka. A lokamálþingi hreinsunarátaksins voru
niðurstöður verkefnisins kynntar og þar fór Anna
Margrét, verkefnisstjóri, meðal annars yfir hvaða rusli bar
mest á. Langmest var um plastúrgang eða 42% en
iðnaðarúrgangur var 20%, pappadrasl 14%, málmílát 10%
og aðrir hlutir 14%. Ruslið sem féll í flokkinn aðrir hlutir
var t.d. rafhlöður, gúmmídekk, dömubindi og annað
þessháttar. Anna Margrét tók það skýrt fram að hlutfalls-
skipting fór eftir stykkjatölu og segja prósentuhlutföll því
ekki til um umfang hlutanna sem fundust. A með-
fylgjandi myndum sem teknar voru á málþinginu má sjá
þau Guðmund Bjarnason, umhverfisráðherra, Onnu
Margréti, verkefnisstjóra og Olaf Orn Haraldsson,
formann umhverfisnefndar Alþingis. A neðri myndinni
er fyrrum formaður UMFÍ, Pálmi Gíslason, en hann var
fundarstjóri á þinginu.
Rafhlöður innihalda
hættulega málma.
íslenska þjóðin hefur
ekki verið dugleg við að skila
rafhlöðum til móttökustöðva
og á síðasta ári bárust aðeins
um 12% raflrlaðna til förgunar.
Með því að endurvinna
eittt tonn af pappír er
hægt að spara allt að
25.000 lítra af drykkjarvatni.
Talið er að um eða yfir
20.000 manns deyi á
hverjum sólarhring
vegna neyslu á menguðu vatni
eða hreinlega vegna vatns-
skorts.
Plast eyðist mjög seint í
náttúrunni og við
brennslu myndast
eitraðar gufur sem menga
andrúmsloft okkar.
Islendingar nota mikið af
hreinu vatni og nýjustu
tölur segja að hver okkar
notar meira en 200 lítra af
köldu vatni daglega.
Reynsla annars staðar á
Norðurlöndum hefur
sýnt að 30-50% af
heildarmagni heimilisúrgangs
sé lífrænn úrgangur sem má
jarðsetja.
Það eru engin 100%
umhverfisvæn hreinsi-
efni aða sápur til, aðeins
misskaðleg.
Vegna tæringar í
kaldavatnslögnum í
Reykjavík berast árlega
með skólpi yfir 4000 kg af sínki
í sjóinn, auk annarra málma.
Eitt prósent minnkun á
ósonlaginu er talin valda
fjögur prósent aukningu
húðkrabbameins.
Iðnaðarmengun í
andrúmsloftinu hefur
líklega þegar orsakað um
hálfrar gráðu hlýnun á jörðinni
síðustu 100 árin.
Fyrirtæki í timburiðnaði í
Indónesíu greiða gjald
fyrir tré sem þau fella, en
fá það endurgreitt ef þau
planta nýjum trám í staðinn.
SKINFAXI 17