Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 19

Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 19
VISSIR ÞU ÞETTA? eilsu barna er um reykingum Margt er unnið við að hafa barnið á brjósti. Brjóstamjólk inniheldur þá næringu sem barnið þarfnast og er sérstaklega við þess hæfi. Það sem móðirin borðar og drekkur hefur áhrif á bragð og innihald brjóstamjólkurinnar. Kirtlar í brjóstunum framleiða mjólkina og blóðið flytur henni efni og bragð. Ef móðirin reykir kemst nikótín í brjóstamjólkina. Því meira sem hún reykir því meira verður nikótínið. Reyki hún mikið getur það haft þau áhrif á barnið að það verði fölt, kasti upp eða fái niðurgang. Ef móðirin reykir á meðan hún gefur brjóst andar barnið að sér lofti sem er mikið mettað af þeim skaðlegu efnum sem eru í reyknum. Best er að kona forðist reykingar alveg þá mánuði sem hún hefur barnið á brjósti. Það vill líkjast mömmu og pabba. Ef þau reykja ekki eru minni líkur til að það fari að reykja. Ef þau reykja gefa þau barninu fordæmi sem reynst getur þungt á metunum. Hvort sem þú reykir eða ekki skiptir miklu máli að þú látir barnið þitt finna að þú viljir alls ekki að það byrji að reykja og skýrir fyrir því hvers vegna. Ef þú reykir finnst þér ef til vill að þú standir ekki vel að vígi vegna þess að orð þín og athafnir stangist á. Vera má að barnið hafi orð á þessu misræmi og spyrji hvers vegna þú hættir ekki að reykja. Sú spurning er eðlileg og þú ættir að reyna að svara henni af einlægni. Ekkert svar getur þó jafnast á við einmitt þetta - að þú hættir að reykja. Það hafa margir gert á undan þér, sumir ekki síst vegna barnanna sinna. •Tóbaksreykur er sá mengunarvaldur innanhúss sem mestu máli skiptir fyrir pá sem ekki reykja og er peim hættulegastur. •Ef báðir foreldrar reykja kann barnið að anda að sér sem svarar reyk úr 150 sigarettum á ári. •Sýnt hefur verið fram á pað i fjölda rannsókna að fóstur og nýburar skaðast og láta jafnvel lífið vegna reykinga mæðra á meðgöngu. •Vöggudauði er a.m.k. tvisvar sinnum algengari meðal peirra barna sem búa hjá reykingarforeldrum en börnum foreldra sem reykja ekki. •Börn foreldra sem reykja fá oftar öndunarfærasjúkdóma en önnur börn. Það er engan veginn hættulaust fyrir barn að gleypa tóbak. Ef einhver á heimilinu notar tóbak ætti hann ávallt að geyma það þar sem barnið nær ekki til. Einnig ber að forðast að hafa öskubakka innan seilingar fyrir barnið og best er að tæma þá tafarlaust eftir notkun. Ef grunur er um að barn hafi etið tóbak er ráðlegast að hafa samband við lækni. Rétt er að gefa því strax mjólk að drekka og fá það til að kasta upp. Algengustu einkenni tóbakseitrunar eru þau að barnið fölnar upp og kaldsvitnar, hjartsláttur verður hraður og því verður flökurt. Margt getur stuðlað að því að barn byrji að reykja, til dæmis einber forvitni ellegar löngun til að láta á sér bera eða samlagast félögum sem eru farnir að reykja. A sumum heimilum eru reykingar taldar sjálfsagðar og sumar af helstu fyrirmyndum barnanna reykja, svo sem átrúnaðargoð í hljómsveitum eða úr sjónvarpi og kvikmyndunum. Þrír til fjórir af hverjum tíu fullorðnum Islendingum hafa þennan hættulega sið fyrir börnum sínum og annarra. En foreldrarnir hafa mest áhrif á barnið. Ef þú hættir að reykja kemstu fljótlega að raun um að það margborgar sig, þó að glíman kunni að reynast erfið um stund. Þú hressist og öðlast meira þol. Þú losnar við reykingarhóstann og maturinn bragðast betur. Þú ferð að finna aftur lykt sem þú varst búinn að gleyma. Eftir nokkurn tíma finnst þér kannski sjálfsagt að þetta sé svona. Þá ættirðu að minnast annarra mikilvægra breytinga sem orðnar eru á þér síðan þú hættir að reykja: Súrefnisflutningur til vefja líkamans hefur aukist. Hættan á hjarta- og æðasjúkdómum hefur minnkað. Bifltárin í öndunarfærunum eru aftur farin að starfa eðlilega. Hættan á að fá krabbamein og langvarandi lungnasjúkdóma hefur minnkað. Eftir nokkur reyklaus ár hefur þú náð þér að mestu. Því fyrr sem þú hættir að reykja, því betra fyrir þig og alla sem þú umgengst! Fræðslurit Krabbmneinsfélagsins 2. tbl. 8. árg. •Gift fólk sem reykir er líklegra til að deyja úr hjartasjúkdómi ef makinn er reykingamaður. •Því fleiri sígarettur sem makinn reykti daglega peim mun meiri líkur voru á pví að makinn sem ekki reykti fengi lungnakrabbamein. •Engum er mikilvægara en börnum að fá að lifa og hrærast í hreinu andrúmslofti. •Rannsóknir benda til pess að peir sem ekki reykja og eru með heilbrigð og eðlileg lungu, geti fengið lungnaskemmdir af völdum óbeinna reykinga. HREINT LOFT BETRIHEILSA SKINFAXl 19

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.