Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1995, Page 25

Skinfaxi - 01.10.1995, Page 25
Anna: Það er best að þú segir frá því. Tómas: Við hittumst fyrst árið 1984, þá var ég tvítugur og hún sautján ára. Vinur minn kynntist strák úr Borgarnesi og eitt sinn fór ég með honum hingað upp eftir og við fórum á ball þar sem ég hitti Önnu í fyrsta skiptið. Við byrjuðum samt ekki saman fyrr en tveimur árum seinna en þá vorum við búin að hittast svona öðru hvoru og aðallega í gegnum körfuboltann. Hvort ykkar átti frumkvæðið? Anna: Endanlega varð það ég. Af hverju karfan? Nú voruð þið bæði í körfunni en hvaða aðrar íþróttir stunduðuð þið? Anna: Ég var rnikið í frjálsum og körfubolta allt frá tólf ára aldri. Eg bjó í Noregi þegar ég var níu, tíu og ellefu ára á meðan pabbi var að læra. Fjölskyldan kom svo aftur heim þegar ég var 12 ára og þá fór ég að æfa íþróttir. Ég var svo á fullu í báðurn íþróttum þar til ég var 17 ára en þá hætti ég í frjálsum og er í dag bara í körfunni. Þegar þið eruð á unglingsaldri og að byrja í íþróttum er körfuboltinn ekki þessi vinsæla íþrótt sem hún er í dag. Hvernig koin það til að þið völduð körfuna? Tómas: Fótboltinn var vinsælasta íþróttin þegar ég var ungur og ég var á fullu í honum líka. Þegar ég bjó í Fossvoginum byrjuðu Ármenningar með körfuboltaæfingar í Réttarholtsskóla. Þetta var eitthvað nýtt og það fóru hreinlega allir á fyrstu æfingarnar. Ármenningar voru fyrsta liðið til að fá sér Banda- ríkjamann og ef ég man rétt var það árið 1976. Þá urðu þeir Islands- og bikarmeistarar og Jón Sigurðsson var „aðalkallinn". Næstu árin var ég svo í körfunni á veturna en í fótboltanum á sumrin en 16 ára gamall valdi ég körfuna fram yfir knatt- spyrnuna. Það var kannski ekkert eitt sem var til þess að ég valdi körfuna - ætli ég hafi ekki verið betri í henni og svo var pabbi líka alltaf mikið í körfunni og það hafði áhrif. Anna: Það voru búnir að vera Bandaríkjamenn hér í tvö ár SKINFAXI 25

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.