Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 27
kvennalandsliðsins hérna á íslandi var ég að spila í 3. deildinni
þarna úti. Seinna árið var liðið í botnbaráttunni í 2. deild og þá
fékk ég ekki að spila eins mikið og árið áður. Ég hef að vísu ekki
spilað hér á Islandi neitt að ráði síðan 1989 og á þeim tíma hafa
verið miklar breytingar með tilkomu sterkari leikmanna. Nú er
loksins farið að taka yngriflokka kvenna eins alvarlega og
yngriflokka karla en ég tel að það komi til með að skila sér í
miklu sterkari einstaklingum í framtíðinni. Ég var t.d. í körfu frá
tólf ára aldri og þá höfðum við aldrei neinn þjálfara og gerðum
lítið sem ekkert á æfingum nema að leika okkur.
Námið í útlöndum
Voruð þið þá bæði í
námi úti?
Anna: Já, við vorum bæði í
íþróttaháskóla í Ungverja-
landi og fórurn svo til
Noregs og kláruðum þar.
Við vorum tvö ár í hvoru
landi. Við fórum að vísu
heim í eitt ár þegar hann
lék með Val en fórum svo
aftur út til Noregs.
Hvað eru þið þá
menntuð í dag?
Anna: Iþróttafræðingar.
Tómas: Ég tók einu ári
minna en hún og er íþrótta-
kennari í dag.
Þegar þið voruð úti
starfaði Anna þá ekki við
undirbúning Olympíu-
leikanna í Lillehammer?
Anna: Iþróttaháskólinn í
Osló var í samstarfs-
verkefni við undirbúnings-
nefndina og ég sótti um að
fá að vera starfsmaður. Ég
var síðan í undirbúnings-
vinnu í tvö ár á nám-
skeiðum og prufumótum
og öðru þess háttar. Síðan
var ég manneskja Ólympíu-
nefndar fyrir íslenska
landsliðið og var tengiliður
á milli landsliðsins og
mótshaldara.
Landsmótið
Nú verður Landsmótið haldið hérna árið 1997, er
undirbúningur hafinn fyrir mótið?
Anna: Landsmótsnefnd er búin að starfa í, að ég held, rúmt ár og
hún hefur haldið fjölmarga fundi. Þeir hafa einmitt leitað til mín
vegna þeirrar reynslu sem ég fékk í Lillehammer. Þetta er samt
ennþá á byrjunarstigi og aðallega bara Landsmótsnefndin sem
starfar.
Getur þú notað þekkingu þína frá Lillehammer fyrir
Landsmótið?
Anna: Það er hægt að yfirfæra nánast allt. Norðmenn eru alveg
rosalega skipulagðir og það liggur við að maður segi leiðinlega
skipulagðir. En Ólympíuleikarnir sem þeir héldu eru einu þeir
best skipulögðu sem haldnir hafa verið og þeir voru tilbúnir
með allt löngu áður en leikarnir hófust, Ólympíuþorpið sjálft
var t.d. tilbúið hálfu ári fyrir Ólympíuleikana og það hefur aldrei
gerst áður. Á þessum sex mánuðum gátu þeir prófað allt
Ólympíuþorpið í bak og fyrir og leiðrétt alla galla tímanlega.
Þeir voru búnir að hugsa fyrir öllum smáatriðum og það eru
einmitt smáatriðin sem gera svona mót góð, hvort sem það eru
Ólympíuleikar, Landsmót eða héraðsmót. Fyrir Landsmótið þarf
að fara yfir alla þessa sömu þætti þótt að um miklu minna mót
sé að ræða.
Er erfitt að skipuleggja svona mót?
Anna: Ég er kannski ekki alveg manneskjan til að svara fyrir
skipulagningu Landsmóts þar sem ég hef ekki verið mikið í
þessu sjálf. Ég held að það hafi verið ábótavant að fyrri
mótshaldarar hafi gert skýrslu sem gæti auðveldað allan
undirbúning svo mikið. En mér skilst að HSK hafi hins vegar
skilað þessu nokkuð vel af sér og svo fylgdus, þeir sem undirbúa
Landsmótið mjög vel með öllu
sem fram fór á Laugavatni.
Ég held að samvinnan hafi
verið mjög góð þarna á milli.
Myndi það auðvelda
undirbúning á svona stóru
móti að hafa það alltaf á sama
stað?
Anna: Það má kannski segja
það en svona mót á að geta
verið auglýsing og lyftistöng
fyrir héraðið sem það er
haldið í. Þetta er landsmót og
ungmennafélögin eru á lands-
vísu og því nauðsynlegt að
færa mótið til og frá. Ef að vel
er skipulagt og öllum upplýs-
ingum haldið vel til haga þá
eiga ekki að vera nein
vandræði að skipuleggja
svona mót. Það þarf ekki að
finna upp hjólið í hvert skipti.
Þetta fer líka mikið eftir áhuga
fólksins sem starfar við þetta
og ef allir leggja sitt af
mörkunum og sýna mótinu
áhuga á þetta ekki að vera
neitt mál.
Er Landsmótið orðið
gamaldags?
Anna: Landsmótið þarf að
þróast eins og allt annað og
auðvitað er allt annað að
skipuleggja mót fyrir áhorf-
endur í dag en það var fyrir
fimmtíu árum síðan. En samt
finnst mér ákveðinn blær yfir
Landsmótinu sem má ekki týnast og þetta er allt öðruvísi mót en
öll önnur mót. Mér finnst allt í lagi að breyta íþróttagreinunum
eftir áhuga í þjóðfélaginu, þá á ég við að henda út þeim íþróttum
sem eru í lægð og taka inn vinsælli íþróttir. Mér finnst það líka
góð hugmynd, eins og stefnt er að hér, að gera mótið að miklu
rneira en bara íþróttamóti og reyna að vekja athygli á héraðinu í
heild sinni. Þá er verið að tala um að hafa t.d. myntsýningu,
landbúnaðarsýningu og annað þess háttar á meðan á mótinu
stendur. Það er einmitt þetta sem Norðmenn gerðu í
Lillehammer þegar þeir auglýstu allt sem landið hefur uppá að
bjóða á meðan á leikunum stóð. Þetta má svo auðveldlega gera
hérna í héraðinu.
Nú fer greinilega allt árið hjá ykkur í íþróttir, hafið þið tíma
fyrir einhver önnur áhugamál?
Anna: Við skiptum deginum mikið niður á milli okkar og
hittumst oftast bara í dyragættinni. Þetta er samt mikið breytt
frá því í fyrra þegar hann var bæði að kenna allan daginn og svo
„Islendingar horfa ekki
nógu langt fram á við og
halda að hlutirnir gerist
af sjálfum sér/6
SKINFAXI 27