Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 46

Skinfaxi - 01.10.1995, Síða 46
Kristján Kristjánsson Það þýtur í Sassafrastrjánum (JR & SKART Annað leiklistarárið í röð hefur Ungmennafélagið Efling hafið sýningar á Indíánaleiknum „Það þýtur í Sassafrastrjánum" eftir höfundinn René de Obaldia. Leikritið fékk mjög góðar móttökur s.l. vetur þrátt fyrir að færðin á Laugar hafi ekki alltaf verið góð og segja aðstandendur verkefnisins að slæm færð sé einmitt ein af ástæðum þess að leikritið var tekið aftur til sýningar. Leikritið gerist á heimili bláfátækrar landnemafjölskyldu í Kentucky í byrjun nítjándu aldar. í íslensku útgáfunni talar fjölskyldan íslensku en notar enskar „slettur" sem gerir áhorfandanum auðveldara að lifa sig inní heim Rockefeller fjölskyldunnar. Húsbóndinn á heimilinu John Emery Rockefeller dreymir um það eitt að verða ríkur, en sonur hans, Tom, sem er orðin leiður á draumórum pabba, á sér þann draum að verða „alvöru" kúreki. Eiginkonan, Carolina, getur séð framtíðina í glerkúlu og sýnir hennar verða til þess að fjölskyldan verður loksins rík en áður en það gerist deyr Tom (eða það heldur fjölskyldan), indíánar ráðast á heimili þeirra, John kemst að því að gleðikonan Miriam er raunverulega dóttir lians. Svo má ekki gleyma því að William Butler, drykkfelldur læknir, giftist Miriam sem seinna deyr en lifnar svo við. Eg held ég hætti hér að reyna að útskýra söguþráðin í þessu bráðskemmtilega leikriti og láti það eftir leikurunum, en til þess eru þeir einmitt. ■ ■ toir i Bankastræti 6 • Sími 551 8600 I

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.