Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1996, Side 16

Skinfaxi - 01.02.1996, Side 16
Ungmennaskipti Eins og undanfarin ár er UMFÍ í samstarfi við 4H-samtökin í Noregi og Svíþjóð um ungmennaskipti á sumrin. UMFÍ tekur á móti einu ungmenni frá hvoru landi til þriggja mánaða dvalar yfir sumarið og getur í staðinn sent eitt íslenskt ungmenni til hvors lands í jafnlanga dvöl. Þessi skipti hafa gengið ákaflega vel og þátttakendur verið mjög ánægðir. Sem dæmi má nefna að stúlkunni frá Noregi, sem kom hér sl. sumar, líkaði íslandsdvölin svo vel að hún er ekki farin heim enn, heldur útvegaði hún sér vinnu þegar dvölinni á okkar vegum lauk. Islenska stúlkan sem fór til Noregs var líka mjög ánægð og lenti í ýmsum ævintýrum, og sama má segja um Svíann sem kom til okkar. UMFÍ auglýsir hér eftir ungmennafélögum til þátttöku í skiptunum. Ef þú ert 18-25 ára og hefur áhuga á að dvelja í þrjá mánuði í Noregi eða Svíþjóð næsta sumar skaltu athuga málið. Þátttakendur greiða sjálfir fargjaldið milli landa, en dvölin er þeim að kostnaðarlausu. Þeir dvelja á nokkrum heimilum yfir __ __ sumarið og taka þátt í lífi og starfi fjölskyldnanna, auk þess sem farið mmi H er á námskeið, landsmót 4H- samtakanna, í útilegur og kynnisferðir. Umsóknarfrestur er til 1. npríl 1996. | Nánari upplýsingar fást í þjónustu- miðstöð UMFÍ í síma 568-2929. Júlía Björnsdóttir ferðaðist um Noreg á vegum UMFI sl. sumar 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.