Skinfaxi - 01.02.1996, Qupperneq 18
1 f 1 • Vantar: Ég er að
/iT hvpnii safna §ö§num
ill llVlýl I II um umhverfis-
w , • X C\ mal' ofbeldi °8
ínternetið? =“’=
lýsingar um þessi
ólíku málefni? Það væri hægt að grafa upp tímarit hér
og þar í heiminum sem skrifa um eitthvað af þessu og
þá jafnvel kaupa auglýsingu í blaðinu þar sem hægt
væri að biðja fólk um að senda upplýsingar á ákveðinn
stað. En er líklegt að viðbrögðin verði mikil? Væntan-
lega nenna fair að safna upplýsingunum saman,
ljósrita þær, skella þeim í umslag og senda með pósti.
Onnur leið er fljótari, auðveldari og skilar mun meiri
árangri. Internetið er nú með heimasíður um flest allt
sem hugsast getur en ef svo ólíklega skilda fara að
upplýsingarnar sem leitað er að finnast ekki þar, er
auðveld leið að auglýsa eftir þeim á netinu. Internetið
er frægt fyrir að láta upplýsingar af hendi ókeypis og
því mundi það aðeins kosta símtal, fyrirhöfn og tíma
að nálgast þær upplýsingar sem vantar.
Hvernig keinM
þn a neliil-'
1 .Nauð-
synlegt
erað
eiga
tölvu
Og
helst
hrað-
virka.
2. Mótald verður að vera tengt frá tölvu í símalínu.
Mótaldið breytir tölvuforritun í hljóð svo þau geti
ferðast um símalínurnar.
3. Samskiptaforrit eins og Windows hafa oft allan
hugbúnað sem þarf. Ef hugbúnaðurinn er hins vegar
ekki til staðar verður þú að nálgast hann annars
staðar.
4. Til að tengjast þarftu svo að kaupa tíma í gegnum
fyrirtæki sem koma þér í samband við Internetið.
Nokkur fyrirtæki bjóða þessa þjónustu hér á landi og
því um að gera að þera saman verð og gæði.
5. Þá er bara að finna allar þær upplýsingar sem
vantar!
George Weah
George Weah hefur skotist upp á stjörnuhimininn á
skömmum tíma. Hann var valinn leikmaður ársins hjá FIFA,
knattspyrnumaður Evrópu hjá France Football og
knattspyrnumaður
ársins hjá World
Soccer. Ekki alls fyrir
löngu þurfti Weah að
gera upp á milli knatt-
spyrnunnar og vinnu
sinnar sem síma-
iðgerðamaður.
Weah valdi rétt þótt
hann segi sjálfur að
frami hans sé nú
þegar orðinn meiri
en hann þorði nokk-
urn tímann að vona.
Weah hefur lagt
mikið á sig til að
verða góður knatt-
spyrnumaður og
sjálfur segist hann
gera sér grein fyrir
því að án fyrir-
hafnarinnar hefði
hann aldrei orðið
meira en meðal-
maður á vellinum.
Honum hefur hins vegar tekist það vel upp að nú er hann
hálfgerður guð í heimalandi sínu.
„Þetta hefur verið mjög erfitt og ef ég hefði ekki haft þetta
mikla hugrekki í upphafi ferilsins væri ég ekki staddur hérna í
dag," segir Weah. „Ef ég lít til baka voru erfiðustu tímarnir
þegar ég gekk til liðs við Invincible Eleven sem er vinsælasta
liðið í Líberíu. Eg átti í miklum erfiðleikum með áhorfendurna,
missti fljótlega sæti mitt í liðinu og átti erfitt með að vinna mér
fast sæti."
Eftir þennan erfiða tíma hjá Invincible Eleven gekk hann til
liðs við Tonnerre Yaounde þar sem hann fékk þriggja ára
samning. Weah fór að spila betur og eftir aðeins sex mánuði hjá
Tonnerre gerði hann samning við franska liðið Monaco.
„Eg lærði mikið hjá Monaco," segir Weah sem skoraði 57
mörk fyrir liðið þau fjögur ár sem hann lék með þvi. Eftir gott
gengi hjá Monaco gekk hann til liðs við Paris Saint Germain og
varð um leið dýrasti leikmaðurinn sem nokkru sinni hafði verið
keyptur frá Afríku.
Þau ellefu mörk sem Weah skoraði fyrir PSG voru
þýðingarmikil á leið liðsins að meistaratitlinum sem vannst
tímabilið 1994. Eftir það fór hins vegar að síga á ógæfuhliðina
hjá honum. Tímabilið á eftir skoraði Weah aðeins sex mörk og
átti í útistöðum við þjálfara liðsins, Luis Fernandez. Áhorfendur
snerust gegn honum og má til dæmis nefna að þegar AC Milan
gerði tilboð uppá 650 milljónir í hann, skrifuðu áhangendur
liðsins skilaboð til hans á stóran dregil: „Farðu Weah, við
þurfum ekkert á þér að halda."
Weah er nú 29 ára gamall og því farið að styttast í annan
endann á ferli hans. Hann á sér þann draum að verða forseti
knattspyrnusambands Líberíu þegar hann leggur skóna á
hilluna en það má alveg búast við því að hann eigi eftir að skora
nokkur mörk hjá andstæðingunum áður en sá dagur rennur
upp.
(World Soccer)
18 Skinfaxi